Borgfirðingabók - 01.12.2005, Blaðsíða 200
198
Borgfirðingabók 2005
sem þeir vildu krækja í, en litu varla við þorski, ýsu eða kola. Þeir
sóttu í feitan fisk.
Það stelur enginn mat nema hann sé svangur.
Með okkur á þjófavaktinni voru tveir Þjóðverjar í búningi og
stígvélum, en búið var að fjarlægja hauskúpuna úr húfunni og haka-
krossinn úr merkjunum. Þeir voru ekkert nema blíðan og undirgeínin.
Við hásetarnir áttum sígarettur, Players, Craven A og Commander.
Við trakteruðum þá á þessum ensku sígarettum, og voru þeir öllu
fegnir. Eg vil geta þess að búningur þessara varða var kolsvartur og
dökkgrænn. Einn mannanna bar einglymi.
Þegar löndun á fiskinum lauk, tóku sex Þjóðverjar úr löndunar-
genginu að sér að þvo lestina og lestarborðin og ganga frá þeim í
fremstu stíunum að þvotti loknum. Þetta gerðu þeir og vildu fá að
borða í staðinn.
Um níuleytið um morguninn var hitinn orðinn milli 20 og 25 stig
á Celcíus, og vildu þeir sem áttu frí fara í land í Bremerhaven og
skoða sig um þar og í Bremen, sem var ofar við fljótið. Já ég segi
skoða sig um - skoða allar rústimar í báðum borgum eftir harðar
loftárásir bandamanna í framsókn þeirra 1944 - 1945. Guðlaugu
langaði í land að sjá stríðsminjar og tókum við Andrés að okkur að
gefa Þjóðverjunum að borða og vaska upp matarílátin. Jón Pétursson
var í vélinni, því að hann þurfti að gefa sjó á dekk og dæla sjó úr
lestinni jafnóðum og hún var þvegin. Upp úr klukkan ellefu höfðu
Þjóðverjarnir lokið þvottinum og vildu fá mat sinn og engar reQar.
Guðlaug hafði eldað saltkjöt í stómm potti, kartöflur, rófur og baunir.
Við Andrés vomm búnir að leggja á borð í messanum.
Það skal sagt hér að ekki vom þessir karlar ágengir, og þrifnir
vom þeir. Þetta voru myndarmenn, en ekki plagaði þá spikið. Við
bámm fyrir þá saltkjötið, baunimar, rófur og kartöflur. Einnig sagði
Guðlaug okkur að gefa þeim brauð og íslenskt smjör. Andrés setti svo
tvo pakka af Commander-sígarettum inn á borð hjá þeim. Þeir skyldu
fá sér reyk með kaffinu eftir matinn. Við þurftum ekki að hugsa mikið
um afganga af matnum. Þeir kláruðu allt, kartöflur, rófur og baunir
og skiptu sígarettum á milli sín. Þeir þökkuðu fyrir sig, kvöddu með
virktum og fóru í land. Við Andrés þrifum svo potta og diska og
gengum frá öllu fyrir Guðlaugu.
Um kl. 13.30 kom um borð til okkar kennari með skólabekkinn
sinn. Þau skoðuðu skipið og sérstaklega fánann, íslenska fánann. Eg