Borgfirðingabók - 01.12.2005, Side 184
182
Borgfirðingabó/c 2005
sal og tveir aðrir verða innréttaðir í framtíðinni. Þá er undirbúningur
að uppbyggingu glæsilegs minjagarðs kominn vel á veg.
Arið 1983 hófst mikið uppbyggingarskeið í Reykholti, sem ekki
sér fyrir endann á. Það ár ákvað söfnuður Reykholtskirkju að reisa
nýja kirkju og Snorrastofu í tengslum við hana í þeim tilgangi að
heiðra minningu Snorra Sturlusonar. Hvatinn að þeirri ákvörðun
var m.a. sá draumur nokkurra aðila að geta með sómasamlegum
hætti sinnt þeim ijölmörgu gestum sem sóttu staðinn heim í leit að
upplýsingum. í Reykholti var ekkert í boði umfram Snorralaug og
Snorrastyttu Vigelands, sem Norðmenn reistu 1947, og viðleitni
presta staðarins og einstakra kennara við Héraðsskólann í Reykholti
til að sinna gestum staðarins. Þá hafði verið starfrækt Edduhótel í 2-3
mánuði á sumrin í húsnæði Héraðsskólans.
Frá upphafi hefur þessi mikla framkvæmd með beinum og
óbeinum hætti skipað stóran sess í daglegu lífi þeirra sem mest hefur
mætt á í Reykholti, þ.e. prestshjónanna, Dagnýjar Emilsdóttur og séra
Geirs Waage, Bjarna Guðráðssonar í Nesi, organista og formanns
byggingamefndar, formanns sóknamefndar Guðlaugs Oskarssonar
og annars sóknamefndarfólks. Ekki verður sagt að ákvörðunin
hafi alls staðar fallið í góðan jarðveg, og mikil vinna, sem krafðist
mikils baráttuþreks ofangreindra, var lögð í að koma hugmyndinni á
framfæri, afla henni fylgis og koma svo í framkvæmd, ekki hvað síst
á prestssetrinu. Allt frá árinu 1984 hefur þetta fólk unnið með mjög
óeigingjömum hætti sleitulaust að framgangi málsins, kynningu þess
og ekki síst að ijármögnun.
Athyglisvert er að á fyrstu ámnum vom það fyrst og fremst nor-
rænir ljölmiðlamenn sem sýndu málinu áhuga, en lítið fór fyrir áhuga
þeirra íslensku. Gestamóttaka á staðnum fór oftast fram með þeim
hætti að sóknarprestur gekk með gestum í gömlu kirkjuna og fræddi
þá um sögu hans og gerði grein fyrir framtíðaráformun. Margir komu
svo við á prestssetrinu, nutu góðgerða eftir því sem við átti hverju
sinni eða nýttu sér þá þjónustu sem í boði var á hótelinu, væri það
opið.
Undirritaður var stofnsamningur um rekstur sjálfseignarstofnun-
arinnar Snorrastofu 23. September 1995. Hin nýja kirkja var vígð á
Ólafsmessuásumar28.júlí 1996. Fyrrísamamánuði,þann 14.júlí,var
opnuð fyrsta sýningin í Safnaðarsal á vegum Snorrastofú. Sýningin var
tvíþætt, annars vegar sýning dr. Jónasar Kristjánssonar um verk Snorra