Borgfirðingabók - 01.12.2005, Side 156
154
Borgfirðingabók 2005
hann Kristján Kristjánsson í Uppheimum á Akranesi, Heljarþröm og
Geitina Zlötu. Eina litla Namíu-bók var ég líka með. Það er mynda-
saga.
Þessar þrjár, Furðulegt háttalag hunds um nótt, Heljarþröm og
Geitin Zlata, þœr voru allar á markaði í haust.
Jájá.
Það þykir sumum kannski nokkuð mikið að vera með þrjár bækur
Jyrir jólin, en þú hefur verið með jjórar ef Narníu-bókin er með
talin.
Já, það er nú svona þegar maður hefur ekki annað að gera, er orð-
inn gamalt og aflóga skar og ekki í neinu starfi. Satt að segja finnst
mér að ég þurfi alltaf að vera með eitthvað í tölvunni.
Afköst þín hafa aukist eftir að þú hœttir að vinna úti. Hvenær
hættirðu að vinna úti?
Eg vann nú héma í grunnskólanum fyrri hluta síðasta árs, í
hálfu starfi. Annars var ég þar í fullu starfi, var með bókasafnið í
grunnskólanum eftir að ég fluttist hingað í Borgames árið 1994.
Skrýtnar sögur
Þessar þrjár bækur sem við vorum að tala um, mig langar til að
heyra þig segja frá þeim. Það vill svo til að spyrjandinn hefur lesið
þær ogfinnast þær vera hver annarri skrýtnari.
Þær eru það, og þær em líka mjög ólíkar innbyrðis. Ef við lítum
fyrst á Geitina Zlötu: Þetta em nokkrar sögur eftir Bazevis Singer.
Við könnumst við þessar sögur. Þetta em í rauninni Molbúa- eða
Bakkabræðrasögur. Persónurnar em pólskir Gyðingar. Þær em aula-
bárðar. Ég hló stundum upphátt þegar ég var að þýða sögumar. Það
em frábærar myndir sem fylgja sögunum. Næsta skringilega bók
fékk nafnið Heljarþröm. Það er fyrsta bókin af þremur um hann
Edda Dickens. Hún er eftir Philip Ardagh. Ég veit svo sem ekkert
um hann nema að hann er meira en tveir metrar á hæð, það stendur
héma á bókarkápunni, og með úfið hár og skegg. Persónumar em
hver annarri vitlausari, allar nema Eddi sjálfur, hann er bara eðlilegt
bam. Það er ekki hægt að búast við miklu af Villa frænda vitlausa eða
konunni hans, Binnu frænku biluðu. Aðrir eru eftir þessu, allir bilaðir
nema drengurinn Eddi, hann er í stöðugri lífshættu vegna þess hve
allir aðrir eru ruglaðir. Ég verð að viðurkenna að ég fór með hálfum
huga út í að þýða þessa bók, því að þama er mikið af aulabröndurum