Borgfirðingabók - 01.12.2005, Side 145
Borgfirðingabók 2005
143
fram á matarskort datt honum í hug að baka flatkökur. Hveiti var í
skálanum og smjörlíki. Þessu hrærði hann saman í jukk, sem síðan
var bakað á pönnu. Þessi flatbökubakstur tókst ekki verr en svo að
allar hurfu þær ofan í okkur. Við ákváðum að bíða þennan dag, og ef
ekki hefði lægt neitt næsta morgun að fara þá til Reykjavíkur og með
Laxfossi upp í Borgames. Þá varð að samkomulagi að ganga norður
á fellið undir kvöld. Þar þóttumst við sjá þess merki að norðanáttin
væri heldur að ganga niður. Með þá von í brjósti héldum við heim í
skálann og lögðumst til svefns.
Ferðin heim um fjöll og dali
Fimmtudaginn 18. apríl var norðaustan stinningskaldi, en lægði
verulega þegar leið á daginn. Léttskýjað var og tveggja til sex stiga
frost. Klukkan 8 að morgni lögðum við upp frá skálanum. Lá nú leið-
in norðaustur af Skálafelli, og komum við ofan í Kjósina skammt
fyrir innan Hækingsdal. Þar fómm við yfir Laxá og áleiðis upp á
Kjölinn. Snjólaust var að kalla niðri í dalnum, svo skíðin komu ekki
að notum þar, en strax þegar hærra kom þurfti ekki að kvarta yfir
snjóleysi. Það var býsna bratt fyrst í stað upp frá Laxá, en svo smádró
úr mestu brekkunni. Leið okkar lá um Kjölinn nálægt því sem hann
er hæstur eða um 787 m yfir sjávarmál. Þegar komið var þangað upp
var stefnan tekin á Hvalskarð, milli Hvalfells og Botnssúlna. Á leið
okkar þangað norður fómm við yfir tvö lítil vötn. Það fyrra heitir
Myrkavatn, og þar á Öxará upptök sín, en seinna vatnið heitir Sand-
vatn og úr því fellur upptakakvísl Brynjudalsár. I Hvalskarði lá leiðin
neðarlega í undirhlíðum Botnssúlna. Þar var nokkuð mikill hliðarhalli
og harðfenni og af því vemleg óþægindi. Svo lá leiðin yfir Hvalvatn,
sem er austur af Hvalfelli, sem næst yfir mitt vatnið. Þar úti á ísnum
varð á vegi okkar fyrirbæri sem enn hefúr ekki fengist skýring á. Það
var einskonar rop eða gúlgurshljóð sem virtist koma undan ísnum,
en enga vök var að sjá þar nærri. Bjöm á Þverfelli sagði mér fyrir
nokkrum árum að varasamt væri að fara um Hvalvatn á ís, þar væru
á vissum stöðum afætur og veikur ís.
Nú var stefnan tekin á mitt Þverfell og komum við að því nokkuð
fyrir innan Gilstreymi, gengum norður með fellinu þar sem nú er
Uxahryggjavegur en var þá aðeins hestagata. Eftir um 10 tíma göngu
knúðum við dyra á Þverfelli og báðumst gistingar, sem var auðsótt.
Þá bjuggu á Þverfelli Davíð Björnsson og Sigrún Guðmundsdóttir.