Borgfirðingabók - 01.12.2005, Síða 203
Borgfirðingabók 2005
201
Saga tveggja systurskipa
Heimskreppan gekk yfir Noreg eins og ísland á árunum 1930
til 1940. I upphafi hennar ákváðu útgerðarmenn í Álasundi að láta
byggja tvö línuveiðiskip, sem væru fær um að fiska á úthöfunum, við
Vestur-Grænland, á Reykjaneshrygg, við Rokkhól, á Færeyjabönkun-
um og við Shetland, Bjarnarey og Svalbarða. Þessi skip þurftu að hafa
sparsama vél, stóra olíu- og vatnstanka og mikið lestarrými, einnig
gott pláss fyrir áhöfnina. Sjóhæfni og stjómunareiginleikar þurftu að
vera hundrað prósent. Allar þessar kröfur uppfylltu þær tvíburasystur.
Bæði skipin vom afburðaskip.
Skipasmíðastöð í Moss við Oslóljörð var fengin til að smíða skipin,
en mér hefur ekki tekist að fá uppgefið hver teiknaði þau. Konsúll
okkar í Moss, William Asbjömsson, hafði samband við son mannsins
er stjórnaði skipasmíðastöðinni, og hann fann gögn sem greina frá því
að Eldoy (Eldey), systurskip Eldborgar, hafi siglt fullbúin frá Moss í
nóvember 1931 til Álasunds og Eldborg mánuði síðar. Þar tóku við
þeim eigendur þeirra, R Brövik Partrederi - Hlutafélagið P. Brövik.
Þetta hefur ræðismaður okkar í Álasundi, Per Oscar Garshol, staðfest.
Þeir gerðu þær systur út í um það bil ár, en gáfust þá upp, og þá tók
Áslákur Solbjorg við þeim og sendi þær til veiða við Grænland. Eftir
það úthald bilaði aðalvél í Eldoy, og neyddist hann þá til að selja
Eldborg.
Samvinnufélagið Grímur í Borgarnesi keypti hana og réð Ólaf
Gísla Magnússon til að stjórna henni. Heyrt hefi ég að Jón Björnsson
úr Ánanaustum, mágur Bjama Benediktssonar, hafi einnig sterklega
komið til greina. Hann var ungur og aflasæll. Það var árið 1934 sem
Eldborg kom hingað undir stjórn Ólafs, en fyrsti vélstjóri á heim-
siglingunni var norskur. í eigu Borgnesinga er hún síðan til 1957 eða
1958, að hún er seld. Hlutafélagið Thor Ferkingstat á eyjunni Karmoy
við Haugasund kaupir hana og verður Skudesneshavn suðvestast á
eyjunni heimahöfn hennar. Hún fær nýtt nafn og númer, Ferking R 98
SH (R stendur fyrir Rogaland, SH fyrir Skudesneshavn). Þetta hefi ég
frá konsúl okkar í Haugasundi, en afi þess er stýrir fyrirtækinu nú var
skipamiðlari fyrir Skipadeild SIS á þeim árum þegar ég var á skipum
hennar í leiguflutningum.
I júní 1960 var ég staddur á skipi út af Skoruvík á Langanesi. Þá
mættum við Eldborg á austurleið, en við sigldum vestur. Þá var hún