Borgfirðingabók - 01.12.2005, Blaðsíða 106
104
Borgfirðingabók 2005
búa. Hvernig hefiur gengið að bœta kjör þessa fiólks og hverjar ern
horfiur í því efni?
Já, rétt er það að innan okkar raða eru margir hópar þeirra sem
lökust hafa kjörin. Fólk með lægstu laun á ennþá langt í land að búa
við viðunandi kjör. Þó má segja að kaupmáttur þess hafi undanfarin
ár aukist hlutfallslega meira en annarra. En menn verða ekki saddir
af kaupmætti. Það er krónutalan og það sem kemur upp úr buddunni
sem segir til um afkomu manna. Því er nú ver að það virðist ekki vera
hægt að ná lægstu launum upp þannig að þolanlegur jöfnuður verði á
kjörum manna. Það hafa verið fluttar þingsályktunartillögur um þetta
oftar en einu sinni, að lágmarkslaun skuli vera þetta og þetta. Eg
man að Stefán Jónsson flutti slíka tillögu. I henni fólst að munurinn
á lægstu og hæstu launum mætti aldrei vera meiri en 100%, þ.e.a.s.:
lægstu laun mættu ekki vera lægri en helmingur hæstu launa.
Já, hann mun hafia miðað við þá reglu að skipstjóri hefiði tvöfialdan
hásetahlut.
Já, eitthvað þessu líkt held ég við þurfum að sættast á, og það sem
fyrst. Manni finnst það alveg grátlegt, sem ég veit dæmi um, að fólk
er að setja það fyrir sig að fara til læknis, hefur t.d. ekki efni á að fara
til tannlæknis. Grátlegast er þó þegar fátæktin bitnar á bömunum,
þau geta t. a. m. ekki verið með í íþróttum eða leikjanámskeiðum eða
gengið í tónlistarskóla.
A síðastliðnu hausti stóðu grunnskólakennarar í mjög strangri
kjaradeilu. Verkfall þeirra stóð í samtals 7 vikur. Samböndin innan
Alþýðusambands Islands, t.d. Starfsgreinasambandið, treystu sér
ekki til að styðja við bakið á kennurum. Hvers vegna ekki?
Ætli það sé nú ekki eitthvað tengt þessu sem ég var að segja áðan?
í okkar félögum er lægst launaða fólkið. I mínum huga er það allra
brýnast að bæta kjör þessa fólks. Eg veit að vísu að kennarar eru
ekki of sælir af sínum kjörum. Það er afbrigðilegt starfssvið sem þeir
vinna á. Þeir em með allt öðmvísi vinnufyrirkomulag en allir aðrir
launþegar. Við emm nýbúnir að semja fýrir okkar fólk um tiltölulega
mjög hógværar kröfúr, sem vom byggðar á því sem við teljum að
þjóðfélagið þoli án þess að við fáum yfir okkur verðbólgukollsteypu.
Samningamir sem við gerðum á öndverðu fyrra ári, 2004, vom mið-
aðir við að verðbólga færi ekki úr böndunum, þ. e. yrði innan við
2,5%, sem var viðmiðunartala Seðlabankans. Við áttum því mjög erf-
itt með að mæla með því að stigin væm stærri skref, sem við töldum