Borgfirðingabók - 01.12.2005, Blaðsíða 205
Borgfirðingabók 2005
203
(Múlsundum) í Skotlandi 1949 og sjór flæddi inn í lestina fulla af
fiski og ís, en hún flaut til hafnar með allt sitt. Það var víst eins metra
löng rifa sem kom á lestarbotninn. Þá var gert við hana í Skotlandi.
Þess má geta að þegar hún var seld aftur til Noregs var hún tólf daga
á leiðinni til Skudesneshavn, sem er fjögurra daga sigling. Hún fékk
tíu daga gerningaveður af austri og suðaustri, sagði mér Arthur Ánes
1. vélstjóri sem sigldi þá með sem öryggisvélstjóri. I Vestmannahavn
í Færeyjum, en þar var komið við til að taka olíu, slitnaði hún frá
bryggju. Það var eins og hún ætti ekki að fara út, en til Noregs komst
hún.
Allir vita hvemig hún var notuð hérlendis, til síldveiða, línuveiða
við ísland og Grænland, flutninga á ísvörðum fiski til Englands og
Þýskalands og annarra vöruflutninga innan lands og utan undir stjórn
þeirra feðga, Ólafs Gísla Magnússonar og Gunnars Ólafssonar.
Eldoy systur hennar átti Aslákur Solbjorg til æviloka, en þá tók
Óli Solbjorg við.
Óli kom henni undan með Qóra nótabáta í slefi, eftir að Þjóðverjar
bmtust inn í Noreg 9. apríl 1940. Hann sigldi fyrst til Færeyja
og stoppaði þar og fór frá Þórshöfn á trillu til Álasunds og sótti
gufuknúinn línuveiðara að nafni Gá Pá og kom honum til Þórshafnar.
Þaðan fór hann með bæði skipin til Seyðisfjarðar. Þau voru síðan bæði
í flutningum fyrir breska og bandaríska herinn, mest með vistir til Jan
Mayen. Frændi minn, Sigurður Dagnýsson, ættaður af Kjalarnesi,
var á þeim báðum. Einnig fór Eldoy ferð til New York, og þá var á
henni íslenskur stýrimaður, en hvað hann hét veit ég ekki.
Einu sinni, annaðhvort 1942 eða 1943, voru þær systur samtímis
hér í Borgamesi. Eldoy losaði vörur fyrir herinn, en Eldborg kom
frá Englandi, fullhlaðin kolum til K.B.B. Ég var þá tólf eða þrettán
ára og man vel eftir þessu, en engin mynd var tekin af þeim, enda
heimsbardagi sem geisaði.
Eftir stríð fór Eldoy aftur til Álasunds. Einhvern tíma á ámnum
1955 -1960 var hún lengd um tvo metra, sett á hana nýtt stýrishús
og skorsteinninn lækkaður, skipt um vél, gufuketillinn tekinn og
sett í hana vökvavindur og vökvastýri. Tvisvar var skipt um vél í
henni. Upphaflega hafði hún 400 hestafla Bolinder-vél, svo fékk hún
770 hestafla Crossley-vél vinstriskorna og að síðustu Alfa-vél 680
hestafla sem var í henni, þar til hún var höggvin upp 1971.