Borgfirðingabók - 01.12.2005, Blaðsíða 126
124
Borgfirðingabók 2005
súrnaði ef hann var geymdur. Við fengum að hita hádegis-
og miðaftanskaffi á Desey. Guðrún á Desey, móðir Þórðar á
Brekku, hitaði oft kajfið Jyrir okkur.
Bindingadagarnir voru Ijótu dagarnir efmaður lenti í rigningu.
Oft var bundið upp á fyrstu ferðina kvöldið áður. Einu sinni
urðum við að snúa við uppi í Skörðum, sáum þaðan að áin
var orðin bakkafull. Annars var bundið, hvernig sem veður
var, ef áin leyfði. Vant var að hafa um eðayfir 20 hesta undir
böggum, þegar bundið var. Ekki var hœgt að hafa nema 6-7
hesta í lest, vegurinn var svo slœmur. Hann var bœði brattur,
grýttur og blautur.
Fengnir voru hestar að láni á nágrannabæjunum. 1 staðinn
fengu menn hrís á Hamri á haustin til að svíða við. Stundum
voru fengnir hestar neðan úr Stajholtstungum. Var töluvert
snúningasamt að fá þá lánaða og skila þeim. Einu sinni voru
fengnir menn með hesta frá Kaðalsstöðum (Janus Gíslason)
og Steinum (Sigurður Þorsteinsson). Þá var ég sendur á þessa
bæi til að sláfyrir lánið, sinn daginn á hvorum bæ. Þetta var
einhvern tíma laust eftir 1920.
Eysteinn á Höfða fDavíðsson. Innsk. ritstj.ý fór oft á milli og
lánaði eitthvað af hestum. Eins Einar (Sigurðsson. Innsk.
ritstj.y á Höll. Hann var ágætur að fara á milli.
Farið var niður úr Deseyjaroddanum, sem var töluvert djúpt
vað, og yftr Norðurá á Breiðavaði. Baggarnir rákust alltaf
niður í ána þegar farið var niður úr oddanum, en í þurrviðri
kom þetta ekki mikið að sök, heyið tóksig aftur á leiðinni.
Það fóru í kring um fjórir klukkutímar í hverja ferð. Effarnar
voru 5ferðir mátti heita að sólarhringurfæri í bindinguna. Ekki
kláraðist alltaf af partinum samt. Heyið af Hamarspartinum
varð aldrei ónýtt! “
Með aukinni ræktun heima fyrir var minna kapp lagt á að heyja
uppi í Norðurárdal. Hamarsparturinn mun síðast hafa verið heyjaður
frá Hamri 1944. Karl í Klettstíu keypti hann svo 1948.
Jón á Laxfossi sagði um heyið af Desey (/ svörum við spurningum
þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns. lnnsk. ritstj.ý.
„Deseyjarheyið var framúrskarandi hey, alveg í sérflokki. Ef
það var orðið vel þurrt, gerði ekkert til, þó að úðaði á það í