Borgfirðingabók - 01.12.2005, Blaðsíða 52
50
Borgfirðingabók 2005
eru þeir líka fáir aðrir eftir sem áttu hálfrar aldar samleið með Guð-
mundi Böðvarssyni sem sveitungar og stundum samverkamenn. Og
allir gamlir líka. Mér fannst því að ég mætti skammast mín fyrir að
vísa þessu verki á aðra. Sú regla sem Guðmundur kenndi mér sjálfur
ásamt fleirum með fordæmi sínu sagði mér að skorast ekki undan
verki fyrst mér var treyst til að vinna það. Margfaldlega átti hann
það inni hjá mér fyrir öll okkar samskipti, svo ég ekki nefni þann
tjársjóð sem ég geng sífellt í, þar sem eru verk hans í bundnu máli og
óbundnu. Því læt ég slag standa þó ég viti að þetta skraf mun engu
auka við hróður okkar - hvorugs, og með þeim samviskumótmælum
perfektsjónistans „að allt það sem þú gerðir var aldrei nógu gott og
aðrir hefðu gert það miklu betur“.
2.
Kynni mín af Guðmundi Böðvarssyni, þegar frá eru tekin ýmisleg
og tilviljunarkennd kynni bams af fullorðnum manni, urðu einkum
með þrennu móti:
í félagslífi sveitarinnar.
Við störf þau sem sveitungar gengu að saman, hvorttveggja með-
an báðir lifðu. Yfir hvorttveggja er auðvitað tekið að fymast, en þó
vöknuðu minningar um miklu fleira en hér er tími til að nefna.
En í þriðja lagi við að lesa skáldskap hans. Það endist mér enn.
Hálfrar aldar samleið, sagði ég, en ýki það um þá mánuði sem
vantaði á að ég væri fimmtugur þegar Guðmundur dó. En samleiðin,
þó vitundin um hana væri einungis á hans hlið í fyrstu, hún hófst
þegar ég fæddist, en þá var hann búinn að vera árum saman heimilis-
maður þar sem sá atburður gerðist, var þá tæpum fjórum vikum betur
en tvítugur. Eg hef líklega verið að byrja að staulast um og babla, lítið
kominn á annað ár, þegar hann fór alfarinn. En hann fór ekki langt og
kom oft gestur við alls konar tækifæri - og var þó einhvem veginn
aldrei gestur á því heimili - gekk inn sem kunnugur maður og settist
við eldhúsborðið, alltaf tekinn þar sem heimamaður, því alla hans
æfi vom þar einhverjir sem höfðu verið honum þar samtíða. Þegar ég
stækkaði og fór að blanda geði við Guðmund fann ég oft hvað þetta
skipti miklu máli, að við áttum eitthvað saman - í umhverfi minninga
og kunnugleika á landi og stöðum, fólki og jafnvel skepnum. Oft
fannst mér eins og honum fyndist ég vera dálítið á hans ábyrgð, af