Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 75
Borgfirðingabók 2005
73
I Húsafellskógi. Myndin hér að ofan er tekin á sama stað árið 2002.
áratugnum gefur til kynna, og aðrar gróðurbreytingar virðast líka hafa
átt sér stað. Töluvert af því svæði sem er skráð með þursaskeggi og
smárunnar á gróðurkortinu, myndi í dag vera flokkað sem graslendi,
og/eða graslendi með smárunnum. Á Haukagili, aftur á móti, sjást
ekki miklar breytingar frá því að gróðurkortið var gert fyrir um 30
árum.
Búfé í Hálsasveit og Hvítársíðu
Engar heimildir eru til um búfjárljölda á landinu fyrir en í byrjun
18. aldar þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín var
gerð. I tengslum við gerð Jarðabókarinnar fer fyrsta búfjártalningin
fram, 1703-1712. Þá teljast vera 36 þúsund nautgripir í landinu, 280
þúsund sauðkindur, þar af 169 þúsund ær og 111 þúsund sauðir, og
27 þúsund hross 9.
Á 17 bæjum í innanverðri Hvítársíðu og Hálsasveit teljast árið
1709, er Jarðarbókin er gerð í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, tæplega
2000 kindur, ríflega 150 nautgripir og tæplega 150 hross18. Flestar eru
kindumar í Stóra-Ási, 300 á tveimur heimilum, um 200 á Gilsbakka
og Húsafelli og í Kalmanstungu um 150. Á öðrum bæjum eru þær um
eða innan við hundrað, oft innan við 50. Hlutfall mylkra áa og sauða
er misjafnt milli bæja. Á Þorvaldsstöðum eru 26 ær en 30 sauðir, en á
næsta bæ, Hallkelsstöðum, em 29 ær og einungis 7 sauðir. Á Gilsbakka
eru hins vegar æmar 114 og sauðirnir 90. Nautgripaeign er mikil á