Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 71
Borgfirðingabók 2005
69
Á línuritinu sést að Páll telur að meðalhiti á íslandi á þjóð-
veldisöld hafi lengstum verið um og yfir ijögur stig, þó að tvö köld
tímabil hafi komið8. Við kólnunina á 13. öld hafi meðalhitinn að
jafnaði farið niður undir 3°C og hafi sveiflast frá 3-3,5°C alveg fram
á 20. öld. Meðalhiti kalda tímabilsins á okkar dögum, 1961-1990,
var 3,5°C (Stykkishólmur), en meðalhiti síðustu 5 ára, 2000-2004
er nær því að vera 4,6°C, sem er hærri meðalhiti en á tímabilinu
1930-1940, sem var 4,3°C. Milli kalda tímabilsins á okkar dögum
og þess hlýja síðustu árin skilur því aðeins um 1°C að meðaltali,
en þessi eina gráða breytir mjög miklu um möguleika gróðursins í
landinu og hvernig við upplifum veðurfarið. Til viðmiðunar er rétt
að hafa í huga að meðalhiti árið 1979 var 2,28°C, sem þótti með
afbrigðum kalt ár, og að ljölmörg ár á seinni helmingi 19. aldarinnar
náðu ekki 2°C í meðalhita, þar af tvö, 1859 og 1866, sem voru undir
1°C (0,94 og 0,95) í meðalhita9. Þegar við horfum á það nú hversu
miklar breytingar verða á gróðri við 0,5-1°C hækkun meðalhita má
geta nærri hvaða áhrif lækkun um tvær gráður eða meira hefur haft á
gróðurfar, á uppskeru og viðnámsþrótt gróðurþekjunnar. Samkvæmt
rannsóknum Páls Bergþórssonar7,10 minnkar uppskeran um 15% við
hverja 1°C lækkun samtímis því að viðhaldsþörf búfénaðar eykst
um 12-13%. Erfitt er að sjá annað en að rýmun gróðurþekjunnar í
gegnum aldimar hafi verið óumflýjanleg miðað við það hitastig sem
þá var ríkjandi.
Gróðurfar í Hálsasveit og Hvítársíðu
Náttúrufræðistofnun íslands safnar gögnum um útbreiðslu plöntu-
tegunda á íslandi. Öllu landinu er skipt í 10x10 km reiti og tegundir
em skráðar innan þessara reita. Unnið er að gagnasöfnun, en tegundir
hafa aðallega verið skráðar á Kolsstöðum, Húsafelli og örfáum
stöðum öðmm. Samkvæmt gagnasafni Náttúrufræðistofnunar íslands
hafa fundist 213 tegundir háplantna í Hálsasveit og Hvítársíðu. Engin
af þeim 52 tegundum sem eru á válista hafa fundist á svæðinu. Ekki
liggur fyrir fjöldi lágplöntutegunda (fléttna og mosa).
Engar heimildir eru fyrirliggjandi um gróðurfar í Hvítársíðu og
Hálsasveit fýrr á öldum aðrar en almenn ummæli í ferðabókum og
jarðalýsingum. Af heimildum má ráða að skóg var að finna á mörgum
jörðum í Hálsasveit og Hvítársíðu lengi fram eftir öldum. Þannig er
getið um ítök bæja og kirkna í skógum á þessum jörðum, sérstaklega