Borgfirðingabók - 01.12.2005, Blaðsíða 110
108
Borgfirðingabók 2005
jafnaðarkaup eða ráða þá sem verktaka og þá á lakari kjörum en
samningar ákveða og án allra félagslegra réttinda.
En þeir sem starfa á félagssvœði verkalýðsfélags en eru ekki í því
þurfa að greiða gjöld til félagsins.
Já. Eins og ég sagði áðan: Þeir þurfa að borga í félagið, og þá
njóta þeir allra réttinda og öryggis sem verkalýðsfélögin hafa upp á
að bjóða.
Það er atvinnuleysi á félagssvœði þínu, er það ekki?
Jú, undanfarin ár hefur verið slæmt atvinnuástand héma. Þegar
ég settist hér í formannsstól árið 2001 hafði verið hér viðvarandi
atvinnuleysi nokkra hríð, a. m. k. árin 2000 og 2001. Síðan lentum
við í þeim hremmingum að öllu starfsfólki í kjötvinnslunni var sagt
upp í árslok 2001. Þá kom upp mikill baráttuhugur í þessu verkalýðs-
félagi. Við beittum okkur mjög hart í því máli. Við teljum okkur eiga
drjúgan þátt í að koma kjötvinnslunni aftur af stað, að hún hyrfi ekki
alveg héðan.
Hvernig er atvinnuástandið núna?
Það er nú með skárra móti, það em 15-20 manns á atvinnuleysis-
skrá. Af þeim eru 6 - 8 í hlutastörfum. Flest eru þetta konur. Þetta er
fólk sem hefur ekki heilsu í þennan harða atvinnumarkað, eins og t.d.
byggingastarfsemi. Sumt er fullorðið, og það treystir sér ekki í hvaða
starf sem er.
Þetta erþá skýringin á því að hér er atvinnuleysi, en samt er verið
að flytja inn verkafólk firá útlöndum.
Já, það tekst ekki að fullnægja eftirspum eftir vinnuafli, t.d. hjá
Loftorku Borgamesi ehfi, sem hefur vaxið geysilega hratt á síðustu
ámm. Þar er nokkuð harður vinnustaður, líkamlegt erfiði. Þar hefur
engan veginn tekist að manna þau störf með Islendingum, sem þar er
boðið upp á. Framkvæmdastjóri Loftorku sagði mér nýlega að þeir
væm tilbúnir að ráða í einu lagi 20 - 25 menn. Við höfum því skrif-
að nokkuð hratt upp á óskir um atvinnuleyfi fýrir útlendinga, mest
Pólverja. í hópi útlendinganna finnast líka Portúgalar, Litháarog einn
Úkraínumaður.
Hvað eru margir útlendingar starfandi á félagssvœðinu?
Það em eitthvað yfir 30 manns. Við höfúm samþykkt 47 atvinnu-
leyfi fyrir Loftorku eina, en það hefur nú varla komið til þeirra nema
ca. helmingur þessara manna. Við vorum nýlega að skrifa upp á beiðni
um atvinnuleyfi fyrir fjóra útlendinga fyrir Borgames kjötvömr ehf.