Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 141
Borgftrðingabók 2005
139
Kristleifur ogAndrés leggfa npp í langferð
Við skulum nú yfirgefa Skálafell í bili og þá sem þar hvíldu í
skála og bera næst niður þar sem Andrés Kolbeinsson er kominn
að Húsafelli um miðjan laugardaginn 6. apríl og færir Kristleifi boð
Jóhannesar Loftssonar um að koma á skíðanámskeiðið í Skálafelli.
Þá hófust þegar vangaveltur um hvemig bregðast skyldi við þessu
fyrirvaralausu boði, en víst er að Kristleif langaði til að notfæra sér
það. I þeim umræðum mun hann hafa fært það í tal við Andrés að
koma með sér. Heilsa Andrésar var engan veginn á þann veg að
gætilegt hefði verið að fara í slíka ferð. Magasár hafði angrað hann
þá að undanfömu og hafði hann verið á matarkúr. En ferðin var engu
að síður þegar fastmælum bundin og ákveðið að hittast í Augastöðum
næsta morgun.
Andrés hélt svo heim undir rökkur og sagði frá fyrirætluninni,
sem ekki mun hafa verið tekið athugasemdalaust. Engu að síður var
hann búinn til ferðar svo sem fært var. Morguninn eftir fór pabbi
með honum suður að Augastöðum, og um líkt leyti kom Kristleifur
þangað í fylgd föður síns. Eftir að hafa þegið góðgerðir í Augastöð-
um var lagt af stað. Ekki er lengur vitað hvað klukkan var þá, en það
mun hafa verið nokkru fyrir hádegi.
Mönnum er ekki lengur í minni hvemig þeir félagar voru útbúnir
til ferðarinnar. Báðir höfðu þeir þó bakpoka með nauðsynlegum
fötum og nesti. Um klæðnað er fátt munað, en þeir hafa örugglega
verið í ullarnærfotum og ullarpeysum og sennilega í vaðmálsbuxum
af einhverri gerð. Kristleifur segist hafa verið í fermingarjakkanum
og einhverri síðúlpu utanyfir. Um klæðnað Andrésar er ekki meira
munað. Þegar þeir félagar komu suður undir Oköxl tóku þeir stefnu
vestan við Þverfell. Mikill snjór var á fjallinu svo að þeir gátu haldið
beinni stefnu. Þeir komu við á Þverfelli til að spyrja til vegar og þáðu
þar góðgerðir, en ekki er ljóst hve þá var framorðið. Flestar tíma-
setningar frá þessari ferð eru löngu gleymdar.
Frá Þverfelli tóku þeir stefnu austanvert við Englandsháls og
komu að Efstabæ í Skorradal þegar farið var að skyggja, en þar fengu
þeir gistingu. Þá bjó þar Þorsteinn Vilhjálmsson frá Tungufelli. Þetta
kvöld var hann nýkominn úr kaupstaðarferð á Akranes og hafði m.a.
keypt þar lúðu til matar, og nú var gestum gefið nýmetið, svöngum
eftir langa göngu. Þeim félögum er það enn í minni hvað lúðan var
mikið sölt. Þá sveið ofan í maga, að þeir sögðu. Fyrir veilan maga