Borgfirðingabók - 01.12.2005, Síða 167
Borgfirðingabók 2005
165
THEODÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR
Tónlistarskóli Borgarfjarðar
Starfsemin veturinn 2004-2005
Tónlistarskóli Borgarfjarðar var stofnaður árið 1967 af Tónlistar-
félagi Borgarfjarðar og hefur nú starfað í 37 ár. Síðastliðið ár
eignaðist tónlistarskólinn húsnæðið að Borgarbraut 23 í Borgamesi.
Þar er skrifstofa skólans og öll kennsla í Borgamesi fer þar fram.
Einnig fer tónlistarkennslan fram í Andakílsskóla, Varmalandsskóla
og Kleppjámsreykjaskóla. Nemendur hvaðanæva úr héraðinu sækja
jafnframt tónlistartíma í Borgames.
Sveitarfélögin sem standa að rekstri Tónlistarskóla Borgarijarðar
em Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Skorra-
dalshreppur. Skólanefnd skipa Þórir Páll Guðjónsson, formaður, Dag-
ný Sigurðardóttir, ritari og Ingibjörg Adda Konráðsdóttir, meðstjóm-
andi. Skólastjóri er Theodóra Þorsteinsdóttir.
Síðastliðinn vetur stunduðu 255 nemendur nám við skólann, og
eru kennaramir ellefu. Mikil aðsókn er að skólanum, og er reynt að
taka inn flesta nemendur sem sækja um á haustin. Kennt er á píanó,
gítar, fiðlu, selló, blokkflautu, þverflautu, klarinett, trompet, saxófón
og trommur. Einnig er söngdeild og forskóladeild við skólann og
eru tónlistarnemendumir allt frá 2ja ára til 67 ára aldurs. Miðað
er við að við 7 ára aldur hefji nemandi nám á hljóðfæri, en yngri í
forskóla og Suzuki-fiðlunám. Nemendur í söngnámi geta byrjað 10
ára í bamadeild, um 14 ára í unglingadeild, og við 18 ára aldur fara
söngnemendur í almenna deild.