Borgfirðingabók - 01.12.2005, Blaðsíða 174
172
Borgfirðingabók 2005
inn að Surtshelli, litið niður í hann og sagan rifjuð upp. í bakaleið
var komið við í Brúarási, en þangað var kominn hópur heimamanna
sem bauð fram mat og félagsskap við gestina. Eftir mat og spjall
var ekið niður Hvítársíðu, upp í Þverárhlíð, yfir Grjótháls, niður að
vegamótum hjá Borgum og þaðan til Reykholts með viðkomu við
Deildartunguhver. í þessari ferð var stoppað á nokkrum góðum
útsýnisstöðum til að virða fyrir sér fegurð landsins.
Seinni daginn var farið til Akraness og Borgamess með viðkomu
á Hvanneyri hjá fyrrum Héraðsbúum, Guðrúnu Gunnarsdóttur og
Ingimar Sveinssyni. Hjá þeim hjónum var dvalið drjúga stund og
þeginn bæði andlegur og líkamlegur viðurgjömingur.
Á Akranesi var Bjamfríður Leósdóttir leiðsögumaður. Hún sagði
frá helstu breytingum á Akranesi síðustu áratugi varðandi mannlíf og
atvinnuhætti. Byggðasafnið var skoðað og síðan haldið til Borgamess,
þar sem Þóra Stefánsdóttir tók við stjóminni. Þóra stiklaði á stóm í
sögu Borgamess og Borgar, allt frá landnámi til nútímans. Það var
ánægjulegt að fylgja Héraðsbúum þessa daga. Þökk sé þeim.
Hópur aldraðra úr Svarfaðardal, frá Dalvík og úr Hrísey var
á ferð um Borgarijörð dag einn í júlí. Jakobína Jónasdóttir sá um
leiðsögn fyrir hópinn. 11. ágúst hringdi Benedikta Þorsteinsson, kona
grænlensk að uppruna, gift íslendingi og hefur búið hér í mörg ár,
og bað um að við hittum hóp aldraðra Grænlendinga á hótelinu í
Reykholti að kvöldi 13. ágúst. Nú var boðunarkerfið sett í gang og
menn sem gætu beðnir að mæta. En hvað var svo hægt að gera? Fyrir
einskæra heppni tókst að fá þrjú pör úr borgfirska þjóðdansaflokknum.
Þökk sé þeim. Þorvaldur úr yngri deild kom líka með nikkuna. Þökk
sé honum. Það var spilað, dansað og sungið og svo sá Benedikta um
að túlka milli hópanna. Hún fór létt með það og íslenskan hennar var
jafngóð okkar og grænlenskan virtist henni ekki síður auðveld. Ekki
var vitað fyrirfram um þátttöku heimamanna í samkomunni. Ég sem
skrifa þetta vissi um þrjá er ég fór að heiman. Sem betur fór mættu
15 og þá hvarf hnúturinn úr maganum. Þökk sé ykkur sem mættuð.
Ég held að fólkið frá báðum þjóðum hafi farið ánægt í háttinn þetta
kvöld, túlkunin hjá Benediktu dugði vel. Bestu þakkir fyrir komuna.
Stjóm Félags aldraðra í Borgarljarðardölum skipa: Helga Guðráðs-
dóttir formaður, Ámi Theódórsson ritari og Ingvar Ingvarsson gjald-
keri.