Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 144
142
Borgfirðingabók 2005
Andrés til að láta líða úr sér lúann og sofa. Næstu tvo daga var veðrið
ekki sem best, útsynningur með éljagangi, en laugardaginn 13. apríl
var gott veður, bjart og lygnt og tíminn nýttur vel við skíðakennsluna
fram á síðustu stundu. Morguninn eftir, sunnudaginn 14. apríl, bættist
enn við skíðafólkið, en fyrir hádegi fór að hvessa á norðan og snjóa,
og um hádegi var kominn svartabylur svo enginn fór út úr húsi. Undir
miðaftan fór að rofa til, en stormurinn hélst áfram. Fólkið fór að tínast
í bæinn strax og fór að birta til.
Við Kristleifur og Andrés höfðum ákveðið að fara gangandi heim
eftir helgina. Höfðum við fengið leyfi hjá skálaverði til að vera í skál-
anurn tvo eða þrjá daga ef veður hamlaði heimferð. Eg þurfti að fara
til Reykjavíkur áður en ég héldi heim og fékk því ferð með skíðafólki
í bæinn á sunnudagskvöldið, en Kristleifúr og Andrés urðu eftir í
skálanum ásamt tveimur strákum úr K.R. Fólkið sem var með okkur
á námskeiðinu hafði skilið eftir mat handa okkur sem átti að endast í
tvo þrjá daga, en strákarnir sem urðu eftir með okkur voru matarlausir
og tóku því toll af því sem okkur var ætlað, svo verulega var farið að
sneyðast um birgðimar þegar þeir fóru.
Mataráhyggjur og flatkökubakstur
Ég fór úr Reykjavík upp í skíðaskála eftir hádegi á þriðjudegi,
með áætlunarbíl upp að Skeljabrekku og gekk svo þaðan. Fyrir ofan
Svanastaði mætti ég Kristleifi og Andrési, en þeir voru að svipast
um eftir mér. Á leiðinni upp í skála gengum við hjá skíðaskála
íþróttafélags kvenna, sem stendur (eða stóð) sunnan undir Skálafelli.
Af stráksskap og forvitni fómm við inn í skálann um ólokað op yfir
útidymnum. Þar hvíldumst við um stund. Það var fleira sem okkur
vannst við að fara þarna inn, því við fundum þar þrjár eða fjórar sam-
lokur og tvær ölflöskur sem við tókum traustataki. Við sáum fram á
matarskort eftir að hafa alið KR-ingana tvo, sem í raun settust upp
á okkur. Ég er viss um að blessaðar konurnar í Iþróttafélagi kvenna
hefðu ekki hallmælt okkur ef þær hefðu vitað hvernig á stóð. Við
héldum svo áfram ferðinni upp í KR-skála og komum þangað kl.
18.
Sama norðanrokið hafði haldist síðan á sunnudag og ekkert lát
að sjá á því. Næsta dag var óbreytt veður, norðanrok og kúfur á
ljöllum en bjart neðra, og því engin fyrirhyggja að leggja af stað
heim. Snemma kom í ljós hugkvæmnin hjá Kristleifi. Þegar við sáum