Borgfirðingabók - 01.12.2005, Síða 34
32
Borgfiröingabók 2005
þreif þau daglega og bjó um
og burstaði skó gesta um
morguninn. Gestir dvöldu
frá einni viku upp í þrjár,
og var vikulega skipt um
á rúmum, en sérstök sæng-
urföt voru fyrir gesti. í
herbergjunum voru rúm og
borð, en baðherbergi var
sameiginlegt í gamla húsinu
og innangengt á milli. Þegar
mjög margir gestir komu voru herbergin í gamla húsinu einnig notuð.
Yfirleitt þurfti heimafólk þó ekki að ganga úr rúmum.
Borðhald fór þannig fram að búið var að leggja allt á borð, hvíta
dúka og leirtau og bera inn þann mat sem hægt var áður en gestir
komu. Þegar þeir voru sestir kom svo heitur matur og sósa. Gestir
voru yfirleitt 32 til 35 samtímis. Ekki man Olafía eftir neinum sér-
stökum uppákomum þetta sumar, en þegar hausta tók komu eitt sinn
einhverjir herramenn sem pöntuðu nýtt slátur, og var þá smalað og
slátrað nokkrum lömbum, og varð hún þá að taka sig til og gera slátur
sem þeir fengu svo heitt um kvöldið þegar þeir komu, en nýtt kjöt í
kjötsúpu og afganginn af slátrinu daginn eftir. Annars var það ekki
vanalegt að gestir pöntuðu sérstakan mat, heldur urðu að borða rétt
dagsins. Sér til skemmtunar fóru gestir í útreiðartúra og að veiða inn
að Langavatni og í Gljúfurá. Seinna fór svo Guðbrandur Jörundsson
(Dala-Brandur), sem hafði áætlunarferðir í Dali og síðar til Vesttjarða,
að stansa þar. Var þá fólk búið að panta kaffi og með því. Vermenn og
aðrir ferðamenn höfðu oft skrínukost með sér en keyptu þá kaffi eða
annað til að drekka með.32
Svignaskarð var miðstöð í héraði, stórbýli með langa sögu. Þar
voru oft haldnir aðalfundir Búnaðarsambands Borgarfjaðar, kaup-
félagsfundir og auk þess margir aðrir stærri og smærri fundir á hverju
ári.
Framan töldum bæjum er öllum það sameiginlegt að þar var rek-
inn búskapur samhliða ferðamannaþjónustu, en ástæða er til að geta
einnig stuttlega um þrjá aðra staði þar sem slík þjónusta var í boði,
Hreðavatnsskála, Veitingaskálann við Hvítárbrú og Ölver.