Borgfirðingabók - 01.12.2005, Blaðsíða 78
76
Borgfirðingabók 2005
litið til landsins í heild eru nautgripir 1703 taldir vera um 36.000, en
23.000 árið 18409. Fækkun nautgripa á bæjunum er því hlutfallslega
meiri á þessu tímabili en á landinu í heild. Villiuxar og geldneyti
voru frá fornu fari á afréttum og útigangi. Sá háttur hélst alveg fram
á 18. öld, og ráku Borgfirðingar geldneyti á Amarvatnsheiði og
Uxahryggi fram yfir 175019. Af orðum Þorvaldar má ráða að rekstur
geldneyta á afrétti hafi viðhaldist óvenju lengi í Borgarfirði. Vera má
að með aflagningu afréttarnotkunar íyrir geldneyti hafi þeim fækkað
sérstaklega.
Vert er að veita því sérstaka athygli að fjöldi sauðljár og hrossa á
bæjunum er nær sá sami 1706 og 1840. Eftir mikil harðindi nær alla
17. öldina virðist hafa rofað til og 18. öldin verið eitthvað hagstæð-
ari mönnum og skepnum. Tiltekið er sérstaklega að „Frá 1758 til
1777 vóm engin hallæris-ár“.819. öldin byrjaði hins vegar harkalega
með felliárum í byrjun aldarinnar, en árferðið batnar síðan, og segir
Þorvaldur að „Líklega hefir árferði að öllu samantöldu verið betra á
19. öld en á nokkurri annarri öld, sem menn hafa sögur af‘.19 Fénu
ijölgar og sveiflast um 300.000 þúsund á landinu öllu fram undir
18409. Má velta því fyrir sér hvort sá fjöldi sauðfjár og hrossa sem er á
bæjunum þessi ár endurspegli íjölda þessara búljártegunda að jafnaði
yfir lengra tímabil. Sé horft til fjölda hrossa miðað við sauðfé virðist
einnig vera nokkurt samræmi milli fjölda þessara tegunda á landinu
öllu, bæði 1703 og að jafnaði alla 19. öldina, þar sem hrossafjöldinn
er um það bil 10% af sauðljárfjöldanum. Þetta samband raskast nær
eingöngu við niðurskurð vegna ijárpestanna, um 1760 og aftur öld
síðar, 1859.
Þegar komið er fram til 1895 hafa töluverðar breytingar átt sér
stað á búfjárhaldi á bæjunum í Flvítársíðu og Hálsasveit, sem og á
landinu öllu9,18. Eftir hremmingar Qárkláðans seinni, sem kom upp
1856 og niðurskurðar í kjölfarið, voru menn hvattir til að fjölga fé
„sem landið leyfi“.21 Sauðasalan til Bretlands stóð frá 1871-1913, en
var umfangsmest á áratuginum 1885-1895.22 1 kjölfar sauðasölunnar
verða dilkar mikilvægari afurð en sauðamjólkin og fráfærur minnka.
Við það að fráfærur leggjast af er ekki lengur þörf á að halda
ánum heima og áhugi manna á afréttarbeit vaknar23. Fénu fjölgar
síðan jafnt og þétt er kemur fram á sjöunda áratug 20. aldarinnar,
með tímabundnum fækkunum við niðurskurð vegna innfluttra
sauðfjársjúkdóma. Flest verður sauðféð á bæjunum 17 árið 1963, alls