Borgfirðingabók - 01.12.2005, Side 96
94
Borgfirðingabók 2005
Hótel á krossgötum
Þú sagðir mér frá því Hansína eitt sinn þegar ég kom hingað,
að það hefði borið við að ósýnilegt fólk hefði fengið lánaða hjá þér
hluti.
Já, það er rétt. Eg sagði þér frá því að hér væri fleira fólk en við
sjáum. Það hefur ýmislegt verið fengið að láni héma hjá okkur. Ég á
héma skráðar skemmtilegar sögur um það sem þú getur fengið til að
birta í Borgfirðingabók.
Forsaga þessa máls er á þá leið að á fyrstu dögum okkar hótel-
rekstrar komu hingað ung brúðhjón frá Hollandi. Þegar leið á kvöld
komudagsins og þau búin að snæða góðan kvöldverð, þá fer brúðurin
að ræða við mig og spyr svona: „Can you tell me something about
the little people?“ Ég hélt í fyrstu að hún hefði komist á snoðir um
huldufólkstrú Islendinga og væri að spyrja almennt um hana. Ég var
alin upp við þessa trú eins og fleiri, að ákveðnir staðir væri heilagir,
eins og Álfhóllinn í Kópavogi þar sem ég ólst upp. Ég tengdi sem sé
spuminguna ekki við þennan stað héma. Ég svaraði henni af bestu
getu, sagði henni ýmsar álfasögur og fleira. En henni þóttu svörin
mín auðsjáanlega ekki greinagóð og hélt áfram að spyrja um „the
little people“. En ég reyndi þá að eyða þessu. Og úr þessu varð ekki
meira.
Svo gerðist það nokkru síðar að hér vom karl og kona að ólíkum
aðskiljanlegum störfum í húsinu, og þau gistu raunar hvort í sínum
enda hússins. Þau hittust hér niðri um nótt og taka þar tal saman. Þá
kom í ljós að þau vöknuðu bæði um svipað leyti á nóttunni, svona
á tímabilinu hálftvö til hálfþrjú. Og bæði urðu þau vör við nokkuð
mikinn umgang fólks um húsið á þessum tíma. Daginn eftir ræddu
þau þetta við mig og spurðu hvort ég hefði orðið vör við umferð
fólks um húsið á þessum tíma. Ég var fljót að segja nei við því. En
þau héldu fast við sitt og sögðu að margt fólk væri hér á ferð gegnum
húsið um miðja nótt.
Ég fór að hugsa meira um þetta, og þá mundi ég eftir því að hún
Álfa-Erla, Erla Stefánsdóttir í Hafnarfirði, hafði komið héma um
sumarið. Og hún hafði gengið héma gegnum húsið og í kringum það.
Ég hringdi í Erlu og spurði hana hvort hún myndi eftir að hafa komið
hingað. Já, hún mundi eftir því. Ég spurði hvort hún væri til í að koma
hingað aftur. Já, hún var til í það. „Ég er ekki hissa á því að þú hringir
í mig,“ sagði hún, „því þannig er að hótelið er byggt á krossgötum