Borgfirðingabók - 01.12.2005, Blaðsíða 115
Borgfirðingabók 2005
113
VÍFILL BÚASON
Hvað segir hann, Minni?
Við bræðurnir lágum úti á Hól og vorum að spá í hvað væri undir
seglinu á dekkinu á stóra gráa skipinu framundan lendingunni. Það
var auðvitað sólskin. Það var nærri alltaf sólskin í gamla daga! Sóma
drengirnir við, komnir undir fermingu. Ég yngri, og bróðir minn,
kallaður Minni, var aðeins eldri.
Við sáum að á framdekkinu var skriðdreki, kannski tveir, en afturá
voru sennilega flugvélar. Vængimir vom bara svo stuttir, kannski
teknir af vegna flutninganna?
A göngunum vom svo greinilega tmkkar. Þetta sást alveg, því segl-
ið var svo strekkt, rétt eins og bikini! Skipalægið varþétt setið skipum
sem fluttu hergögn til Rússa. Við vomm í stríði. Rússamir vom okkar
bandamenn. Skipin komu frá Bandaríkjunum þar sem allt gekk svo
vel og allt var hægt að framleiða, allt með amerískum hraða.
Þá kom Snati með húsbónda sínum, honum Jóni. Þeir gengu þétt
saman og litu hvorki til hægri né vinstri, eins og þeir sæju ekki alla
sjómennina sem sátu, lágu eða gengu um túnið í smáhópum. Jón vissi
að þetta voru bara útlendingar og töluðu tóma vitleysu!
Þeir Jón og Snati gengu beint heim að húsi. Þar lagði Jón frá sér
stafinn sinn og stormjakkann, sagði Snata að passa, svo gekk hann
inn. Snati var svona hálfvaxinn hjeppi, af íslensku kyni, með hringaða
rófu, upprétt eym og augu sem jafnan sýndu gleði og gamansemi.
Hann hafði svo gaman af að leika sér, hann gat alltaf leikið sér.Verst
hvað heimilisfólkið kunni lítið að leika sér. Hún Guðrún, húsmóðirin,
kunni ekkert að leika sér. Jón kunni það bara soldið!