Borgfirðingabók - 01.12.2005, Blaðsíða 58

Borgfirðingabók - 01.12.2005, Blaðsíða 58
56 Borgfirðingabók 2005 söng, tvöfaldan kvartett eða nálægt því, á vegum ungmennafélagsins til að syngja nokkur lög á vorsamkomu. Eg man ekki betur en Guðmundur syngi fyrsta tenór í bæði skiptin. Hann hafði þjála og bjarta söngrödd sem svaraði til málrómsins, en hann var auðþekktur, með höfuðhljómi ef nota má það orð um málróm. Mér fannst alltaf og finnst enn, að málrómurinn hafi verið órofa þáttur í þeim sjarma sem hann bar og laðaði fólk að honum. Lagviss var hann og músíkalskur og röddin féll vel í kórsöng. En ég man líka að í annað skiptið var eitt- hvað verið að fitla við Glunta Wennerbergs. Þá snaraði hann í skyndi a.m.k. fyrstu vísu sjötta gluntasöngsins, „Vad der ár skönt andá“. Ég býst varla við að sú þýðing hafi neins staðar varðveist. Þó kann það að vera, og ekki kann ég lengur nema slitur úr vísunni. Þar liggur þá sá rauði steinninn eftir í götunni, eins og gengur. 4. Svo voru það störfin sem sveitungar gengu að saman. Það var farið að fara í vegavinnu og leitir. Menn lágu stundum í tjöldum á vorin í veginum, við gleðskap á kvöldin, t.d. eitt vorið í Þorgautsstaðaskörð- um. Þá man ég eftir að hafa daglangt verið að keyra snyddu í vegarkant úr pælunni hjá Guðmundi. I leitum á haustin var legið í leitakofanum gamla í Gilsbakkaseli. Þar var Guðmundur allt í senn gildur liðsmaður í smölun dagsins, staðháttafræðari okkar óvönu strákanna og uppriíjuður alls konar sagna af atburðum í leitum, bæði sínum eigin og annarra sem á undan höfðu gengið. Og ekki bara úr leitum. Sagnir af fólki og ýmsum atburðum liðinna tíma lágu honum þá lausar á tungu. Um það átti við hann sjálfan lýsing hans í Saltkornnm á föður sínum og frásagnarhætti hans. En eftirminnilegastur þó frá þessum haustkvöldum sem draugasagnameistari eftir að ljósið var slökk. Hann var engum líkur að vekja í mönnum „frummannsins geig við hin miklu megin, myrkrið og dauðann“, láta myrkfælnivatnið kalda renna niður bakið. Hann varð jafnvel skjálfraddaður í frásögninni. Og ekki má gleyma mj ólkurflutningunum snj óþunga veturinn 1949. Þá var kafaður snjórinn ljórða hvem dag ofan að Háafelli, stundum lengra, með mjólkurbrúsana á klökkum. Ævinlega áð á Kirkjubóli á niðureftirleið og Guðmundur samferða aðra hvora ferð. Ferðin tók allan daginn myrkranna milli og vel það. Það var líka spaugilegt að heyra Guðmund lýsa ferð þeirra Torfa með mjólkina einu sinni, þegar fannburðurinn var svo að þeir villtust af vegi á Háafellsmelum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Borgfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.