Borgfirðingabók - 01.12.2005, Blaðsíða 58
56
Borgfirðingabók 2005
söng, tvöfaldan kvartett eða nálægt því, á vegum ungmennafélagsins
til að syngja nokkur lög á vorsamkomu. Eg man ekki betur en
Guðmundur syngi fyrsta tenór í bæði skiptin. Hann hafði þjála og
bjarta söngrödd sem svaraði til málrómsins, en hann var auðþekktur,
með höfuðhljómi ef nota má það orð um málróm. Mér fannst alltaf og
finnst enn, að málrómurinn hafi verið órofa þáttur í þeim sjarma sem
hann bar og laðaði fólk að honum. Lagviss var hann og músíkalskur
og röddin féll vel í kórsöng. En ég man líka að í annað skiptið var eitt-
hvað verið að fitla við Glunta Wennerbergs. Þá snaraði hann í skyndi
a.m.k. fyrstu vísu sjötta gluntasöngsins, „Vad der ár skönt andá“. Ég
býst varla við að sú þýðing hafi neins staðar varðveist. Þó kann það
að vera, og ekki kann ég lengur nema slitur úr vísunni. Þar liggur þá
sá rauði steinninn eftir í götunni, eins og gengur.
4.
Svo voru það störfin sem sveitungar gengu að saman. Það var farið
að fara í vegavinnu og leitir. Menn lágu stundum í tjöldum á vorin í
veginum, við gleðskap á kvöldin, t.d. eitt vorið í Þorgautsstaðaskörð-
um. Þá man ég eftir að hafa daglangt verið að keyra snyddu í vegarkant
úr pælunni hjá Guðmundi. I leitum á haustin var legið í leitakofanum
gamla í Gilsbakkaseli. Þar var Guðmundur allt í senn gildur liðsmaður
í smölun dagsins, staðháttafræðari okkar óvönu strákanna og
uppriíjuður alls konar sagna af atburðum í leitum, bæði sínum eigin
og annarra sem á undan höfðu gengið. Og ekki bara úr leitum. Sagnir
af fólki og ýmsum atburðum liðinna tíma lágu honum þá lausar á
tungu. Um það átti við hann sjálfan lýsing hans í Saltkornnm á föður
sínum og frásagnarhætti hans. En eftirminnilegastur þó frá þessum
haustkvöldum sem draugasagnameistari eftir að ljósið var slökk.
Hann var engum líkur að vekja í mönnum „frummannsins geig við
hin miklu megin, myrkrið og dauðann“, láta myrkfælnivatnið kalda
renna niður bakið. Hann varð jafnvel skjálfraddaður í frásögninni.
Og ekki má gleyma mj ólkurflutningunum snj óþunga veturinn 1949.
Þá var kafaður snjórinn ljórða hvem dag ofan að Háafelli, stundum
lengra, með mjólkurbrúsana á klökkum. Ævinlega áð á Kirkjubóli á
niðureftirleið og Guðmundur samferða aðra hvora ferð. Ferðin tók
allan daginn myrkranna milli og vel það. Það var líka spaugilegt að
heyra Guðmund lýsa ferð þeirra Torfa með mjólkina einu sinni, þegar
fannburðurinn var svo að þeir villtust af vegi á Háafellsmelum og