Borgfirðingabók - 01.12.2005, Page 22
20
Borgfirðingabók 2005
á Þverá og kirkja í nágrenni. Þetta setti sérstakan svip á
staðinn. Gestum var boðið í útreiðarferðir á góðviðrisdögum
og í laxveiði samanber meðjylgjandi mynd frá 1916. I góðu
veðri var stundum drukkið kaffi úti á túni við bœinn og spilað
á grammófón með stórri trekt og þá var dansað af mikilli list.
Sérstaklega man ég eftir Mugg (Guðmundi Thorsteinssyni
málara) hvað hann var kátur og uppátektarsamur í alls konar
útileikjum. Hann var þar gestur í nokkra daga með danskri
vinkonu. Oft var hann að teikna og vatnslita samanber mynd
af Norðtungu frá 1916 í bókinni Muggur eftir Björn Th.
Björnsson útg. 1984.
Þjónustu var þannig háttað að ein stúlka sá um gestaherbergi,
þvotta á rúmfatnaði og allt sem laut að hreinlæti á gesta-
herbergjum. I eldhúsi voru tvær stúlkur, önnur aðstoðaði
fósturömmu við matargerð ogfleira og svo sá hin um að sinna
gestum við kaffi og matarborð og tilfallandi störf í eldhúsi
sem var mjög rúmgott. Þar var skilvinda og stór eldavél með
reykskermi yfir. Eldiviður var mór, tað og birkilurkar sem
höggnir voru í hœfilega stœrð á höggstokki úti á bœjarhlaði.
Á haustin var farið út í Norðtunguskóg og grisjað. Fallegustu
trén skilin eftir en krœklur og snjóbrotin tré höggvin og bundin
í klyjjar ogfluttar í stóran köst heim á hlað hjá bœnum. Ikestin-
um verpti máríuerla á hverju sumri og steindepill í réttarveggn-
um. Þetta voru mínir uppáhaldssumargestir. Gestum var borin
sérstakur matur, súpa, aðalréttur og eftirréttur, aldrei áfengi.
A haustin sauð fósturamma niður í kilódósir mikið af dilka-
kjöti og svo var slátrað alikálfum og þegar þá þraut þá var
leitað á næstu bœi. Svo var laxinn mikil búbót, ávallt glænýr
upp úr Þverá. Heimilisfólk borðaði í sérskála innar af eldhúsi.
Til matar fyrir heimilisfólk, var súrmatur, saltkjöt, reykt kjöt
og nýr lax, brauð með viðbiti, kæfu, reyktum laxi, rúllupylsa
reykt og söltuð, bjúgu reykt og fleira góðgæti. Góð geymsla
var undir öllu hiisinu, niðurgrafinn kjallari. Þar var allur
súrmatur geymdur í stórum tunnum og allt annað matarkyns
sem var hólfað af í kjallaranum, súrmatur sér, reyktur sér,
kornmatur sér og sérherbergi með trégólfi þar sem allur
þvottur var meðhöndlaður. Sérstakt reykhús var skammt frá
bænum og var oft verið að reykja kjöt og lax. Runólfur bóndi
gekk ekki að venjulegum daglegum bústörfum.19