Borgfirðingabók - 01.12.2005, Qupperneq 56
54
Borgfirðingabók 2005
hann fyrir mér flytja kvæðið, rödd hans í fyrsta sinn í slíku hlutverki
svo ég heyrði, auðþekkta æ síðan frá öðrum, man meira að segja
hvemig hann stóð við gamla borðið í ungmennafélagshúsinu, studdi
höndum á borðbrún og flutti fremur en las, af blöðum sem lágu fyrir
framan hann.
O, byggið traust, svo borg vor fái staðið
í blárri fjarlœgð tímans, endalaust
og jötunþykka hallarmúra hlaðið
á hellubjargsins grunni, byggið traust
og kastið burtu efnum einskisnýtum,
svo öll vor borg sé risin, sterk og hrein
úr gráum steini, gulum eða hvítum,
og greypið vora list í þennan stein.
I múrsins óði bjarg við bjarg skal ríma,
svo börn vor geti skilið vora sorg
og gruni vora gleði - einhverntíma
— er grafa þau úr jörðu vora borg.
Nokkrum árum seinna, haustið 1940, var ég í skemmtinefnd
fyrir jólaballið. Þar kom upp sú hugmynd að setja saman revíu um
lífið í sveitinni og kátlega viðburði þess. Það var framkvæmt strax,
talað við Guðmund, Erling á Hallkelsstöðum og Bjöm á Haukagili.
Allir vom þeir skáld og veitti létt að yrkja söngtexta, svona tíu til
tólf talsins giska ég á, og tengja þá saman með einföldum söguþræði
eða atburðarás. Ég held að hiklaust megi segja að Guðmundur hafi
svo leikstýrt þessu verki þó enginn væri kallaður leikstjóri. Það gerði
mestu lukku án þess að særa neinn svo undan sviði til muna, enda
minntust höfundar sjálfra sín sem annarra. Húsbóndi á heimilinu í
leiknum hét t.d. Puðmundur, skáldbóndi.
Þetta var endurtekið, að mig minnir tveimur ámm seinna. Ekki
veit ég hvers vegna þeir þremenningar heimtuðu að ég tæki þátt í
leikrituninni í það sinn, hugmyndasnauður og hagmælskulaus. En ég
hlýddi og mætti með þeim á Kirkjubóli í nokkur skipti. Sátum við
frá kvöldi og fram undir morgun í fyrstu. Mér finnst að Guðmundur
hafi verið drýgstur við að leggja til byggingarteikningu fyrir stykkið,