Borgfirðingabók - 01.12.2005, Side 141

Borgfirðingabók - 01.12.2005, Side 141
Borgftrðingabók 2005 139 Kristleifur ogAndrés leggfa npp í langferð Við skulum nú yfirgefa Skálafell í bili og þá sem þar hvíldu í skála og bera næst niður þar sem Andrés Kolbeinsson er kominn að Húsafelli um miðjan laugardaginn 6. apríl og færir Kristleifi boð Jóhannesar Loftssonar um að koma á skíðanámskeiðið í Skálafelli. Þá hófust þegar vangaveltur um hvemig bregðast skyldi við þessu fyrirvaralausu boði, en víst er að Kristleif langaði til að notfæra sér það. I þeim umræðum mun hann hafa fært það í tal við Andrés að koma með sér. Heilsa Andrésar var engan veginn á þann veg að gætilegt hefði verið að fara í slíka ferð. Magasár hafði angrað hann þá að undanfömu og hafði hann verið á matarkúr. En ferðin var engu að síður þegar fastmælum bundin og ákveðið að hittast í Augastöðum næsta morgun. Andrés hélt svo heim undir rökkur og sagði frá fyrirætluninni, sem ekki mun hafa verið tekið athugasemdalaust. Engu að síður var hann búinn til ferðar svo sem fært var. Morguninn eftir fór pabbi með honum suður að Augastöðum, og um líkt leyti kom Kristleifur þangað í fylgd föður síns. Eftir að hafa þegið góðgerðir í Augastöð- um var lagt af stað. Ekki er lengur vitað hvað klukkan var þá, en það mun hafa verið nokkru fyrir hádegi. Mönnum er ekki lengur í minni hvemig þeir félagar voru útbúnir til ferðarinnar. Báðir höfðu þeir þó bakpoka með nauðsynlegum fötum og nesti. Um klæðnað er fátt munað, en þeir hafa örugglega verið í ullarnærfotum og ullarpeysum og sennilega í vaðmálsbuxum af einhverri gerð. Kristleifur segist hafa verið í fermingarjakkanum og einhverri síðúlpu utanyfir. Um klæðnað Andrésar er ekki meira munað. Þegar þeir félagar komu suður undir Oköxl tóku þeir stefnu vestan við Þverfell. Mikill snjór var á fjallinu svo að þeir gátu haldið beinni stefnu. Þeir komu við á Þverfelli til að spyrja til vegar og þáðu þar góðgerðir, en ekki er ljóst hve þá var framorðið. Flestar tíma- setningar frá þessari ferð eru löngu gleymdar. Frá Þverfelli tóku þeir stefnu austanvert við Englandsháls og komu að Efstabæ í Skorradal þegar farið var að skyggja, en þar fengu þeir gistingu. Þá bjó þar Þorsteinn Vilhjálmsson frá Tungufelli. Þetta kvöld var hann nýkominn úr kaupstaðarferð á Akranes og hafði m.a. keypt þar lúðu til matar, og nú var gestum gefið nýmetið, svöngum eftir langa göngu. Þeim félögum er það enn í minni hvað lúðan var mikið sölt. Þá sveið ofan í maga, að þeir sögðu. Fyrir veilan maga
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Borgfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.