Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Qupperneq 45
og íslenzkum bókmenntum. Heydenreich heíir aldrei
komiö til íslands, en þó les hann íslenzku viöstöðu-
laust, á myndarlegt islenzkt bókasafn sjálfur og hefir
undir höndum bókasafn íslandsvinafélagsins. íslenzk
blöð og tímarit fær hann send og les megnið af ís-
lenzkum bókum, er koma út á hverju ári. Hann fylg-
ist með í íslenzku stjórnmálalífi og talar um islenzka
menn og málefni af svipaöri þekkingu og þeir ís-
lendingar, er bezt eru að sér. Stofnöndum íslands-
vinafélagsins var kunnugt um hina miklu sérþekk-
ingu Heydenreichs á íslenzkum málum og fálu hon-
um þegar í byrjun ritstjórn tímaritsins. í 15 ár sam-
fleytt hefir hann annazt ritstjórnina, og hefir verkum
verið þannig skift, aö Heydenreich skyldi annast allt,
er ísland snerti, en dr. H. Rudolphi i Prag (síðar í
Leipzig) allt, er Færeyjar snerti. Porvaldur Thorodd-
sen veitti félaginu mikilsverðan stuöning, á meðan
hann liföi, og tók aö sér heiðursforsæti félagsins
ásamt þeim H. Gering prófessor í Kiel, E. Mogk pró-
fessor í Leipzig og J. G. Poestion i Vínarborg. Nú eru
allir þessir menn látnir nema Mogk, en helztir stofn-
endur aðrir voru þeir Paul Herrmann prófessor í Tor-
gau, dr. Cahnheim í Dresden, H. Erkes kaupmaður
(síðar háskólabókavörður) í Köln og E. Diederichs
bókaútgefandi í Jena. E. Diederichs er meðal beztu
styrktarmanna íslenzkra fræða erlendis; hann er út-
gefandi Thule-safnsins, vandaðra þýðinga á íslend-
ingasögum og öðrum fornum ritum vorum, er hafa
náð mikilli útbreiðslu á Pýzkalandi.
Heydenreich hafði nóg að gera, er hann tók við
ritstjórn tímaritsins. Ilann varð að sjá um að gera
tímaritið þannig úr garði, að félagið ætti lífs von, og
þetta tókst. Félagatala var orðin 115 eftir fyrsta starfs-
árið og visir til bókasafns var stofnaður; síðan hefir
félagatalan aukizt og mun nú vera um 400, og bóka-
safnið hefir cinnig vaxið.
Ef lítið er á þessa 15 árganga, er komnir eru út af
(41)