Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Page 65
Dez. 10. Dó Guðjón Jónsson úrsmiður i Rvík, rúmt
pritugur.
— 11. Dó Pálína Helgadóttir, ungfrú í Rvík. — Dó J.
L. Jensen Rjerg kaupmaður í Rvík, fæddur 13/u
1879.
— 12. Dó Sigurður Ólafsson í Kallaðarnesi, fyrrum
sýslumaður í Arness-sýslu, fæddur “/» 1855.
— 18. Dó Guðrún Jónsdóttir ekkja í Sæmundarhlið i
Rvík, 86 ára.
— 23. Dó Ástríður Erlendsdóttir í Vestmannaeyjum,
ekkja frá Rvík.
— 23., eða 24. Varð drengur úti á Vatnsleysuströnd.
— 25. Dó Guðmundur Valgeir Jónsson kaupmaður á
Bildudal. Hann dó í Rvik.
— 27. Dó Sigríður Helgadóttir ungfrú i Rvík, fyrrum
ráðskona í Friðrikssjúkrahúsi í Khöfn, fædd s/i
1845.
— 31. Strandaði við Garðskaga þýzkur botnvörpung-
ur, Richard C. Crogmann. Menn björguðust allir.
í þ. m. fórst norskt flutningaskip, Wilson, með 11
manns, á leið frá Krossanesi til útlanda. Einn
skipverji var íslendingur. — Dóu Magnús Björnsson
bóndi i Dyrhólum í V.-Skaftafellssýslu og Sigurð-
ur Jónsson bóndi á Búlandi í sömu sýslu.
[1926: 29/u, dó Jón Hall bóndi á Starmýri og
hreppstjóri, fæddur ll/e 1846.]
Benedikl Gabriel Benediktsson.
(61)