Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Side 84
Eina leiðin til þess að gefa öllum landsmönnum kost
á að notfæra sér veðurspárnar er því sú, að reist
verði svo öflug víðvarpsstöð í Reykjavik, að hún geti
heyrzt um allt land með fremur ódýrum viðtækjum.
Sama máli gegnir um minni vélbáta, sem ekki geta
haft lærðan loptskeytamann um borð; þeir geta því
að eins fengið fregnir út á raiðin um yfirvofandi
háska, að þeim sé víðvarpað i mæltu máli, sem hver
og einn getur hlustað á. Pað er því óhætt að full-
yrða, að dreifíng veðurfregnanna verði eigi nema
hálfverk á landi hér, fyrr en víðvarpsmálinu hefir
verið komið í viðunandi horf.
VI.!
Ollum mönnum, hvaða stöðu eða starfi sem þeir
gegna, kemur vel að fá að vita, hverju viðra muni
næsta dægur eða sem lengst fram undan. Um það
munu varla skiptar skoðanir. Ðorgabúar, sem löngum
sitja að innivinnu, vilja vita, hvort þeir geti notað fri-
stundir sinar til þess að hressa sig með útiveru.
Kaupmenn þurfa oft að vita, hvort verða muni heitt
eða kalt í veðri, til þess að bjarga varningi sínum
frá skemmdum. Peir sem byggja hús að vetrarlagi
spyrja veðurstofuna, hvort óhætt sé að steypa vegna
frosthættu o. s. frv. Sveitabændur og aðrir, sem jarð-
yrkju stunda, eru þó enn meira háðir veðrinu og
þurfa mjög á veðurspám að halda. Um sláttinn má
oft spara mikla vinnu og bjarga heyi frá hrakningi,
ef hægt er að vita um næsta dags veður. Ferðamenn
leggja á fjallvegi í sæmilegu útliti, að því er þeim
virðist, en hreppa svo ófært veður á miðri leið. Peir
Peir mundu oft stöðva ferð sína, ef þeim bærist veð-
urspá, sem gerði ráð fyrir illviðri í aðsigi. — En
mest eru þó sjómenn háðir veðrinu. Hjá þeim eru
eigi að eins aflaföng og farkostur í veði, heldur er
einnig um lifiö að tefla, þegar iliviðri skellur á að
(80)