Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Side 102
(Eftir sögn »Jó!a Gunnu« sjálfrar).
Skömmu fyrir andlát sitt orkti Guðmundur þessa
vísu:
Andann ijóða burt eg bý,
brjóstið óðum dofnar,
förlast móðurmálið, því
minnið góða sofnar.
Aldatal.
í almanakinu bls. (2) er frá því skýrt, að á árinu
1929 séu 6642 ár talin liðin frá uþphafi júlíönsku
aldar. Eg hefl heyrt suma furða sig á þessari háu
áratölu, ag þó þótti mönnum enn þá undarlegra
áður, er rétt fyrir ofan ártal júlíönsku aldarinnar
stóð lægri tala, sem greindi árin frá sköpun veraldar.
T. d. stendur í almanakinu 1907:
Frá sköpun veraldar .... 5874 ár,
frá upphafi júlíönsku aldar 6620 —.
Hér er þá sagt, að júlíanska öldin sé eldri en ver-
öldin, og þótti mönnum það undrum sæta.
Við orðið »öld« skilja menn venjulega nú annað-
hvort eitthvert sérstakt tímabil, svo sem óöld, friðar-
öld, járnöid, gullöld o. s. frv., eða þá 100 ár, svo
sem nítjánda öldin. í orðabók dr. Sigfúsar Blöndals
eru ekki fleiri merkingar taldar. En áður var orðið
»öld« einkum notað um tímabil, sem endurtóku sig
með jafnri timaiengd, og var sömu merkingar sem
grísk-latneska orðið cyclus. Aldir í þessari merkingu
hafa þekkzt allmargar hér á landi.
Hlaupársöld var hér allra alda stytzt, að eins 4 ár.
í gamla stýl, sem einnig er nefndur Júlíusar-stýl),
at því að Júllus Cæsar lögleiddi hann árið 46 f. Kr.,
(98)