Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1929, Side 111
Skrítlur.
(Flestar eftir Engström).
Stórbóndi einn kom í smákaupstað og sá þ*i sór
til undrunar, að verið var að róta um jörðunni og
laga stíga og götur; honum varð að orði: »Pessu
hefði eg aldrei trúað; eg hélt ekki, að hér færi fram
önnur jarðyrkja en jarðarfarir«.
Gamall sjómaður verður veikur, er fluttur í spítala
og skyldi að gömlum spítalasið taka þar laug. Hann
brást illa við, og varð að þvinga hann niður í kerið.
Baðkonan: »Eruð þér hræddur?«
Sjómaðurinn: »Ó-nei, hræddur er eg ekki, því að
botn flnn eg. En aldrei á ævi minni hefi eg tekið
þátt í öðrum eins óþrifnaði«.
Gamall tölvitringur (við innbrotsþjóf, sem hann
stöðvar í innbroti): »Ungi maður, hlýðið ráði mínu,
veljið aðra atvinnu, hvað sem vera skal, rakari, bif-
reiðarstjóri, bankastjóri, en heitið raér því yðar
vegna, að þér hættið þessu. Eftir hagskýrslunum
hafa menn ekki meira upp úr hverju innbroti en 1
krónu og 67 aura að meðaltali«.
Prestur (predikar fyrir söfnuði sínum): »Einu sinni
dó óguðlegur maður, sem öllum hafði gert illt. Peg-
ar átti að leggja hann í gröflna, spýtti hún honum
upp aftur. Pegar því næst skyldi kasta honum á eld,
hrukku logarnir frá honum, og loks, er kasta skyldi
honum fyrir hunda, hlupu hundarnir frá. Pess vegna,
mínir elskanlegir, áminni eg yður, að þér ástundið
gott líferni, svo að gröfln taki við yður, eldurinn
brenni yður, hundarnir rífi yður«.
(107)