Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 5
R 0 K lí U R
83
unar, leggja og fé nokkurt af
mörkum. Þlannig hafa upp-
gjafahermenn lagt fram alls
17 milj. líra til þess að koma
þessum áformum í fram-
kvæmd. — Ráðgert er að rækta
þarna hveiti, bygg, hrísgrjón,
vínber, appelsínur, allskonar
grænmeti o. m. fl.
Rafmagnsmál Breta.
—o---
Um langt skeið var svo á-
statt, að Bretar stóðu öðrum
þjóðum langt að haki í raf-
magnsmálum og notkun raf-
magns var þá og hlutfallslega
langtum minni með Bretum en
með mörgum öðrum þjóðum.
Til þessa lágu ýmsar ástæður,
en aðalástæðan var ef til vill
sú, að breskar iðngreinir höfðu
verið bvgðar upp við notkun
kola og gass, og það var elcki
auðvelt að koma á gagngerðri
breytingu. í öðrum löndum,
þar sem iðnaðurinn kom siðar
til sögunnar, var þetta auð-
veldara, í sumum þeirra var
jafnvel hægt að hefja iðnaðár-
reksturinn með rafmagnsnotk-
un, til þess að knýja vélar og
til lýsingar. En fyrir fáum ár-
um var svo komið i Bretlandi,
að hafist var handa til að auka
rafmagnsnotkun að stórmikl-
um mun, og var stjórn raf-
magnsmálanna fengin i hend-
ur sérstöku ráði, „Central
Electricity Board“. Þessi aðal-
stjórn eða aðal-rafmagnsráð,
var skipulagt, eins og títt er í
Bretlandi, þannig, að það er að
nokkuru leyti opinher stofnun.
Hlutverk þess er að láta al-
menning verða aðnjótandi á-
vaxtanna af framtaki einstakl-
inga og félaga, en er þó háð
eftirliti stjórnarinnar. Fyrsta
verk ráðsins var að koma á
samvinnu og samræmi í raf-
magnsframleiðslunni, skipu-
leggja málin þannig, að þjóð-
in mætti öll verða aðnjótandi
ódýrs rafmagns. Gerð var áætl-
un um stofnun stórra raf-
magnsstöðva víðsvegar í land-
inu. Var því skift i tíu umdæmi
og sérstök skipulögð áætlun
samin fyrir livert þeirra og þó
allar samræmdar. Framkvæmd
liefir þegar verið hafin í níu
umdæmum af tiu. Nú er svq
komið, að að eins Norður-
Skotland er eftir. Það er að
flatarmáli nærri þvi einn f jórði
hluti alls Bretlands, en liefir
að eins 2% íbúafjöldans. Skil-
yrði eru því þar miður góð til
að koma á almennri rafmagns-
notkun, í samanburði við aðra
landshluta, en auðvitað vcrð-
ur eigi síður reynt að sjá fyrir