Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 19
R Ö Iv K U R
97
hefir hið opinbera ekki látið fá-
tækramálin til sín taka. Nú eru
þeir svo margir, sem komnir
eru á vonarvöl, og svo nær-
göngulir, að fólk sem annars
er vant að reita eitthvað í betl-
arana, er hrætt um líf sitt og
gefur þeim ekkert. Er þá fokið
í flest skjól og er ekki annars
að vænta en að betlurunum
gremjist að vera rændir rétt-
indum sínum. I bæ einum
skamt héðan réðust nýverið
þúsundir hungraðra manna á
matvöruverslanir og opinberar
byggingar, og hefndu sín
grimdarlega.
Mönnum er eins farið og rán-
dýrunum að því leyti, að ýmist
þyrpast þeir þar að sem alls-
nægtir eru fyrir ellegar notfæra
sér eymd annara og ræna líkin.
Betlaraflokkarnir í Honan gætu
sagt með Páli Postula: vér er-
um eins og komnir í dauðann,
og samt lifum vér — eins og
fatækir, en auðgum þó marga.“
Það er ekki orðum aukið, að
þeir hafa auðgað marga. Rán-
fíknir menn hafa þyrpst að
þcim úr öllum áttum og rúð þá
og flegið: Selja þeim ofurlitla
lifsbjörg fyrir okurverð, en
kaupa fyrir smáræði hús þeirra
og jarðir, áhöld og fatnað, kon-
ur og börn — enda er nú alt
þetta gjaffalt.
Hér er maður á þrítugs aldri,
blásnauður orðinn eftir barátt-
una við hungurvofuna. Dóttir,
tveggja ára og fataræflarnir,
sem enn þá hanga á kroppnum,
eru aleiga hans. Þegar alt var
gengið til þurðar, seldi hann að
lokum eiginkonu sína fyrir lö
krónur. — Mér dettur annar
maður í hug nokkuru eldri.
Hann er kinnfiskasoginn og
augnatóptirnar ömurlega djúp-
ar; hungrið hefir sorfið vöðv-
ana af fótleggjunum. Hann
heldur á veikum dreng á hand-
leggnum, á að giska þriggja ára
gömlum. Tveir synir hans voru
einhversstaðar á verðgangi, en
ekki veit hann hvort þeir eru
lifandi eða dauðir. Dóttur sína
og konu seldi hann sama
manni, en konan fyrirfór sér
daginn eftir að borgun fór
fram.
Tvo drengi höfum við tekið
að oklcur í bili, bræður, þriggja
og átta ára gamla; liungur og
veikindi hafa rænt þá foreldr-
um þeirra báðum og þrem syst-
kinum. — Sama morguninn og
þetta er skrifað, lá ellefu ára
gamalt barn liðið lík hér fyrir
utan dyrnar. Enginn kannaðist
við það; harmsaga þessa elsku-
lega litla sakleysingja verður
aldrei færð í letur. Lögreglan
selur beiningamönnum líkið i
hendur og leyfir þeim að hirða
fataræflana fyrir að sökkva þvi