Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 101
R O K K U R
179
alt, sem í hennar valdi stæði,
tii þess að koma í veg fyrir
það. Einnig hefir fregnast, að
ríkisstjórnin hafi ákveðið að
handtaka alla leiðtoga Nazista,
ef þeir gerði tilraun til þess að
hrjótast til valda.
Viðræður Hitlers og' Hinden-
burgs stóðu yfir í nákvæmlega
13 mínútur. von Papen og von
Gayl voru viðstaddir. í fylgd-
með Hitler voru þeir Roehm
kapteinn og' Friek, einn af að-
alleiðtogum Nazista á þingi.
Hitler kvaðst krefjast þess, að
sér væri fengin stjórn Þýska-
lands í hendur. Forsetinn svar-
aði því til, að hann gæti ekki
fallist á þá kröfu, því að hann
vrði að taka tillit til velferðar
þjóðarinnar. von Hindenburg
hvatti Hitler því næst til að
hegða sér eins og heiðarlegum
manni sómdi, í baráttunni, og
gleyma ekki, hve mikil ábyrgð
hvíldi á honum gagnvart þýsku
þjóðinni.
í viðtali sínu við von Papen
og von Schleicher krafðist Hit-
ler ekki eingöngu kanslaraem-
bættisins fyrir sjálfan sig, held-
ur krafðist hann þess, að lians
menn yrði settir í öll meiri
liáttar ráðherraembættin. von
Papen teygði sig eins langt og
hann gat, í áttina til samkomu-
lags. Samkvæmt einni fregn-
inni bauðst Hitler til þess að
taka að sér embætti vara-
kanslarans, ef von Schleicher
væri gerður að kanslara, en á
það hefði von Papen ekki vilj-
að fallast.
Myndun samsteypustjórnar
miðflokksirís kaþólska og Naz-
ista tekst sennilega ekki, þótt
frekari tilraunir verði gerðar
í þá átt. Nazistar fallast senni
lega ekki á það, þótt Hitler
stæði til boða að verða kansl-
ari.
Málum horfir þá þannig við
nú, að þar sem Nazistar og
kommúnistar eru undir ölluni
kringumstæðum andstæðir von
Papen-stjórninni, samþykkir
ríkisþingið að öllum líkindum
vantraust á von Papen og stjórn
hans þegar þ. 30. ágúst. Má þá
vel vera, að von Papen reki
þingmenn lieim og taki sér ein-
ræðisvald í liendur.
Mælt er, að Hitler hafi lagt
áherslu á það í viðræðu sinni
við von Papen, að rikisstjórn-
in nvti að eins stuðnings iðju-
hölda, stóreignamanna og stór-
bænda, tiltölulega fámenns
liluta borgaranna í landinu.
Hann kvað meginhluta þjóð-
arinnar styðja stefnu Nazista.
Hann kvað þjóðina fá stjórn
við sitt liæfi, ef Nazistar fengi
völdin í sínar hendur. Hann
kvað engan flpkk hafa eins
mikið fvlgi meðal þjóðarinn-
12*