Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 50
128
R 0 K K U R
ar stefnu virðast ætla að verða
þjóðunum dýrkeyptir, ef ekki
næst samkomulag um mótráð-
stafanir. Það er einmitt þetta
atriði, sem ýmsir mætustu
menn þjóðanna hafa verið að
glíma við, ekki sist sumir merlc-
ustu iðjuhöldar i heimi, t. d.
Henry Ford og Agnelli hinn ít-
alski. Og' þetta hefir verið rætt
ó fjöida ráðstefna, sem að vísu
eru oft, í íslenskum blöðum og
erlendum, kallaðar gagnslausar,
en liið sanna mun þó vera, að
einmitt ráðstefnurnar skapa
skilyrðin til lausnar á vanda-
málunum, og þótt lítið liafi á-
unnist enn þá, þá er það þó
þeim að þakka, að sveigst hefir
í áttina til frekari samvinnu
um lirlausn vandamálanna.
Fulltrúar þjóðanna fá tækifæri
til þess á ráðstefnunum að ræða
vandamálin til þess að finna
leiðir út úr vandanum.
En jafnvel þótt menn geri sér
eins bjartar vonir og hægt er,
þegar á alt er litið, og vænti
hatnandi viðskifta og aukinnar
atvinnu í heiminum yfirleitt,
áður langur tími líður, er bata-
vissan lítil enn sem komið er.
Og menn gera sér ljóst, að þótt
þjóðirnar verði að vinna saman
að úrlausn lielstu vandamál-
aana, sem atvinnuleysismálin
eru svo mjög undir komin, þá
verður hver þjóð um sig að
sinna þessum málum og öðrum
skyldum af alúð, eigi síður inn
á við en út á við. Menn gæti t.
d. hugsað sér, að alþjóðasam-
komulag næðist um 40 stunda
vinnuviku eða enn styttri. Það
mundi hafa mikil áhrif til góðs,
til þess að bæta úr atvinnuleysi
iðnaðarlandanna. En jafnvei
þótt svo stórt spor væri stigið,
verður liver þjóð að sinna þess-
um málum lieima fyrir af
mestu alúð og alvörugefni. Það
er þess vegna mikið rætt með
öllum þjóðum nú, hvað tiltæki-
legt sé að gera til að koma i veg
fyrir atvinnuleysi og allar þær
hörmungar, er því fylgja, því að
þó lausn atvinnuleysismálanna
sé, sem fyr seg'ir, undir lausn
ýmissa alþjóðavandamála kom-
in að miklu leyti, þá er aðstaða
og skilyrði þjóðanna til að ráða
fram úr innanlandsvandamál-
um ærið misjöfn og liver þjóð
um sig keppist nú við, að finna
þau ráð, sem duga, til að upp-
ræta atvinnuleysisbölið.
Um ráð til lausnar þ.essu
vandamáli eru vitanlega uppi
margar skoðanir og margt hef-
ir athugunarvert komið fram,
sem mætti vera oss íslending-
um athugunarefni, þótt vér
ættum sífelt að liafa í liuga, að
aðstaða vor er að ýmsu leyti ó-
lík ýmissa annara landa, og þvi
engin vissa fyrir, að jafnvel