Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 75
R O K Iv U R
153
þinni, því engan hlut frá þér vil>
eg eiga.“ Í!
„Réttu mér hana þá,“ segir
Sankti Pétur.
Glensbróðir rétti þá töskuna
inn um grindhlið Himnaríkis,
en Sankti Pétur tekur við henni
og hengir hana upp hjá stóln-
um sínum.
Þá mælti Glensbróðir:
„Nú óska eg mér sjálfum í
tösku mína.“
í sama vetfangi var hann
kominn í liana og um leið í
Himnaríki og það varð Sankti
Pétur að láta sér lynda.
Garíyrkja.
—o—
A það er hent i 5.—6. hefti
Frevs í ár, að kartöfluuppskera
siðustu ára sé nálægt því 40.000
tunnur, en hins vegar kaupi ís-
lendingar árlega frá öðrum
löndum 20.000 tn. Á það er
réttilega bent, að þótt garðyrkj-
an hafi aukist allmikið á sein-
ustu áratugum, þá sé það hvergi
nærri nóg. Bændur verða að
keppa að því marki, að rækta
na'gar kartöflur fyrir innan-
landsmarkaðinn. Það er fyrsta
i markið. Það ætti að vera þeim
metnaðarmál, að fullnægja inn-
anlandseftirspurninni eftir kart-
öflum og það ætti ekki að vera
þeim erfitt, því að undantekn-
ingarlaust taka íslendingar góð-
ar innlendar kartöflur fram yf-
ir útlendar. Þess vegna verður
hændum vafalaust auðvelt að
útrýma erlendu kartöflunum af
markaðinum. Sumir halda þvi
fram, að ávalt verði þörf á að
flytja inn nýjar erlendar kart-
öflur fyrri part sumars, en þeg-
ar kartöflurækt er hafin i stór-
um stii í nánd við hveri og laug-
ar hér á landi, mun þess senni-
lega ekki verða þörf. —
í þessu sambandi er einnig at-
hugandi, að þótt kartöflur, sem
ræktaðar eru á heitum stöðum,
séu ágætar nýjar, þá geymast
þær yfirleitt ver en kartöflur,
sem ræktaðar eru annarstaðar,
og þarf því einmitt að koma
uppskerunni frá heitu stöðun-
um á sumarmarkaðinn. Skilyrð-
in eru því fyrir hendi, hl þess
að liefjast handa um mjög
aukna kartöfluræktun. En það
er, eins og áður var tekið fram,
að eins fyrsta markið, að út-
rýma erlendum kartöflum af
markaðinum. Næsta markið er
að auka neytslu á kartöflum og
öllum garðávöxtum til stórmik-
illa muna innanlands,og spara á
þann liátt miklu fleiri tugi þús-