Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 60
138
R Ö Ií Iv U R
dmi'iog ríkinu hlýtur aÖ verða óbæt-
anlegt tjón aÖ því, ef ekkert verÖ-
ur aðhafst í þessum málum. Það
er vafalaust hægt að blekkja ein-
hvern hluta þjóðarinnar á þá skoð-
Un, ,að vegna aukinnar heimabrugg-
unar verði að afnema bannlögin, og
heimabruggunin verður sjálfsagt
einhverjum einstaklingum gróða-
vegur, en hvorugt þetta getur ver-
ið aðhald ríkisstjórn og þingi að
halda í það ófremdarástand, sem er
r þessum efnurn hér á landi. En
eftir hverju er beðið, til þess að
útrýma sveitabrugguninni ? Hvað
veldur því, að ekki er, hafist handa
í þessum efnum? Ríkisstjórnin get-
ur upprætt heimabruggunina í sveit-
únum, ef hún vill, á nokkrum mán-
uðum, og sennilega án þess að beita
harðnesku, ef rétt er að farið. Þeir,
sem ’hafa áhuga fyrir upprætingu
áfengisbölsins, andbanningar jafnt
og .bannmenn, spyrja: Hvers vegna
er ekkert aðhafst? Það verður
spurt, þangað til svarið fæst, spurt
þangað til viðunanlegt svar fæst —
og viðunandi framkvæmdir.
A. Th.
Þættir
úr spænskri bókmentasögu.
Eftir Þórh. Þorgilsson.
Mærin frá Elche.
Það virðist svo þegar menn
líta á landabréfið, að íberiski
skaginn sé mjög einangraður,
þar sem að lionum liggja böf á
þrjá vegu, en á einn veg hin
hrikalegu Pýreneafjöll þvert
yfir eiði það hið mikla, sem
tengir skagann við meginland
Evrópu. Og því gætu menn
hugsað, að íbúar skagans hefðu
jafnan átt hægt með að lifa
sínu lífi óáreittir, varðveita
frelsi sitt og efla þjóðfélagsein-
inguna. 1 rauninni liafa þó
livorki höfin né fjöllin verið
nógu sterk víggirðing til að
bægja frá þeim útlendu innrás-
arherjum. Þvert á.móti hefir
Pýreneaskaginn ekki getað
sloppið við neina þá plágu, sem
þjóðflutningar og víking her-
skárra nágrannaþjóða höfðu í
för með sér.
Landabréfið getur ekki held-
ur gefið réttar liugmyndir um
afstöðu og eðli hinna ýmsu
landshluta. Fjallgarðar eða „si-
erras“ liggja hér og þar um
landið og skifta því í héruð mis-
jafnlega stór. Samgöngur eru
oft ógreiðar yfir þessa fjail-
garða. Yegna hæðarmismunar