Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 25
R Ö K K U R
103
A öllu er æsku-svipur
sem eilíft ríki vorið.
Sú foldin fölnar eigi
þar fyrsta stigum sporið.
Richard Beck.
Aðalfnndur Búnaíar-
sambands Vestfjaría.
—o—-
Aðalfundur Búnaðarsam-
bands Yestfjarða var haldinn á
ísafirði 6. og 7. mai s. 1. —
Sambandið er nú 25 ára gam-
alt. Var afmælisins minst á
þann hátt, að samsæti var hald-
ið að fundinum loknum á
Kirkjubóli í Skutulsfirði, hjá
Tryggva Pálssyni stjórnar-
nefndarmanni. Sátu það allir
fulltrúarnir, 24 að tölu, ásamt
stjórninni og nokkurum æfifé-
lögum. Heiðursgestur fundar-
ins var Sigurður Sigurðsson
búnaðarmálastjóri. Tóku alls
um 50 manns þátt í samsætinu.
Formaður sambandsins, Krist-
inn Guðlaugsson bóndi á Núpi
talaði um stofnun þess, störf
og áhnf þau, sem það befir
haft á búskap Vestfirðinga, og
trú manna á framtíðarmögu-
leika búnaðarins.
Sigurður Sigurðsson flutti er-
indi um „Búnaðarsamband
Vestfjarða 1907—1932“. —
Samsætið fór hið besta fram,
etið og drukkið, sungið og mælt
fyrir minnum, liíbýla og jarða-
bætur skoðaðar. Hefir Tryggvi
Pálsson m. a. reist vandað
steinsteypunús til íbúðar á jörð
sinni. Var húsið reist s. 1. sum-
ar. Sátu allir gestir þar undir
borðum í einu í sama salnum.
Á fundinum gerðist það
markverðast, að ákveðið var að
verja á árinu um 2500 krónum,
aðallega til aukinnar garðrækt-
ar. Er fulltrúunum ljós nauð-
syn og mikilvægi garðyrkjunn-
ar nú í kreppunni.
Á fundinum flutti Jóliannes
Davíðsson hóndi, Neðra-Hjarð-
ardal í Dýrafirði erindi um
Vestfirði. Samanburð gerði
hann á efnalegri afkomu manna
á Vestfjörðum og annarstaðar
á landinu, en einnig gat hann
um, hve mikið þeir leggja af
mörkum til hins opinbera og
hvað þeir fá í staðinn. Sýndi
sá samanburður, að Vestfirðir
standa öðrum landshlutum
jafnfætis í verklegri og félags-
legri menningu.
Verðlaun fyrir fyrirmyndar
dugnað í búnaði úr verðlauna-
sjóði sambandsins voru að
þessu sinni veitt þeim bræðrum
Kristjáni og Jóhannesi Davíðs-
sonum i Neðra-Hjarðardal (100