Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 146
224
R 0 K K U R
ekki láta telja sig til Englend-
inga.
Þess ber þó að g'eta, að hlnt-
verk kel.lnesku félaganna er eða
hefir verið til þessa einvörð-
ungu menningarlegt og starf-
semi félaganna að öllu levti
friðsamleg, þó að vel megi
vera, að sjálfstæðishreyfing
með hinum keltnesku þjóð-
um innan Bretaveldis, eigi eftir
nð eflast meira en menn nú gera
sér i hugarlund. Til þessa hefir
sjálfstæðishreyfingin með kelt-
nesknm þjóðum á Bretlands-
■eyjuin að eins verið öflug með
Fréttablaiiasafn
British Museum.
h'vrir all-löngu sáu menn
fram á, að þrengsla vegna yrði
að gera einhverjar ráðstafanir
til þess að bæta húsrúmið
í bókasafni British Musenm. —
Bóka, tímarita og fréttablaða-
eign safnsins jókst ár frá ári.
Varð loks eigi lijá því komist,
að gera víðtækar ráðstafanir til
þess að bæta úr vandræðunum
og var það gert með því, að
reisa nýtt stórhýsi fyrir frétta-
blaðasafn British Museum. Hús
þetta er fullsmíðað fyrir
skömmu og hefir nú verið tekið
til afnota. Var húsið reist i Co-
lindale, ijtjaðraliverfi í norður-
liluta Lundúnaborgar. Þar eru
nú til afnota eintök af öllum
fréttablöðum, sem gefin hafa
verið út á Bretlandseyjum, ný-
lendunum, og ýmsum öðrum
löndum, alt frá árinu 1800. —-
Bindin eru alls 275.000 og liill-
urnar, sem bindin standa á, eru
alls 14 mílur enskar á lengd, en
bindin vega samtals 20.000 smá-
lestir. Nægilegt rými er í hús-
inu fyrir þau fréttablöð, sem við
bætast á næstu 50. árum.
Húsið er aðallega bygt af
steinsteypu og stáli og varð
kostnaður við smíði hússins
£ 64.000. Auk geymsluherbergj-
anna eru viðkunnanleg her-
bergi fyrir starfsmenn safnsins,
bókbandsstofur og lestrarher-
bergi fyrir gesti. Eru 56 sæti i
lestrars tof uniun.
Eru veg'gir og gólf lestrarher-
bergjanna úr efni,sem varna því
að nokkur hávaði berist inn í
þau. Geta menn því lesið í þeim,
án þess að verða fyrir nokkrum
truflunum af hávaða.
Þegar safnið var opnað til af-
nota, komst Gilbert Murrav
prófessor svo að orði, að af
fréttablöðunum kyntust meifn
best skoðunum og tilfinninguin
manna á liyerjum tima og verð-
mæti þeirra, að því er söguleg-
ar rannsóknir snerti, vrði elcki
nietið of mikils.