Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 16
94
R O K K U R
árum. Áður en talmyndirnar
og hljómmyndirnar komu til
sögunnar, átti þessi iðnaður erf-
itt uppdráttar í Bretlandi, en
siðan hefir verið um miklar
framfarir og vöxt að ræða. —
Aðalbækistöðvar breska kvik-
myndaiðnaðarins eru í London
eða í nálægð hennar. Á þessu
ári verða margir kvikmynda-
leikarar, karlar og konur, sem
heimsfrægð liafa hlotið, við
störf í kvikmyndatökuskálum
þeim, sem bygðir hafa verið í
London. Talmyndir á ensku,
frakknesku og þýsku verða
búnar til og sýndar víða
í öllum lielstu menningarlönd-
um. Til dæmis um hve vel kvik-
myndatökufélögin hafa skipu-
lagt starfsemi sína, má geta
þess, að í Shepherd’s Busli kvik-
myndatökuskálunum einum er
liægt að framleiða 200 kvik-
myndir á ári. Þar verður í nán-
ustu framtíð varið þremur mil-
jónum sterlingspunda til kvik-
myndaframleiðslu og 12,000
menn fá þar atvinnu, en i Tedd-
ington kvikmyndatökuskálun-
um verður einni miljón sterl-
ingspunda varið til framleiðslu
nýrra mynda. í British Interna-
tional Studios í Elstree verða
búnar til sex úrvalsmyndir,
sem miklu er til kostað til sýn-
ingar í helstu menningarlönd-
um. — Þessar framfarir eru
mjög eftirtektarverðar, þegar
tekið er tillit til þess, að ekki er
of mælt, þótt sagt sé, að fyrir
nokkurum árum hafi kvik-
myndaiðnaðurinn breski verið
í niðurlægingu. Nú keppast
bestu kvikmyndaleikarar heims
við að fá atvinnu í Englandi,
því þeim standa hvergi annar-
staðar betri kjör til boða.
Franklin D. Roosevelt.
—o--
Franklin D. Boosevelt, ríkis-
stjóri i New York, er talinn lik-
legast forsetaefni demokrata í
forsetakosningunum í haust. —
Faðir Roosevelts átti búgarð,
„Hyde Park“, N. Y., og þar var
Franklin fæddur árið 1882. Er
Franldin Roosevelt af sömu ætt
og Theodore Roosevelt, sem var
forseti Bandaríkjanna og vakti
á sér alheimsathygli fyrir ein-
urð sína og dugnað. Var hann
afburða mælskumaður. Frank-
lin Roosevelt er þó af annari
grein ættarinnar. Franklin var
settur til menta. Fékk hann
ungur áhuga fyrir stjórnmál-
um og komst snemma á ríkis-
þingið i New York. Hann var
aðstoðarflotamálaráðherra í
ráðuneyti Wilson’s. I forseta-
kosningunum 1920 var hann í
kjöri af hálfu demokrata með