Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 102
180
HÓKKUR
ar, og þess vegna gæti liann
ekki fallist á, að flokknum
væri meinaö að liafa mest á-
lirif á stjórn landsins. Að við-
ræðum þessum loknum var til-
kynt, að Hitler myndi ráðgast
um livað gera skyldi, við helstu
menn flokks síns. En Hinden-
burg forseti fór til Neudeck,
sumarbústaðar síns.
Áður en Hindenburg fór, lét
hanii svo um mælt, að nauð-
syn bæri til að koma betra
skipulagi á það, sem gert er til
þíess að draga úr atvinnuleys-
inu í landinu.
Blaðið Der Deutsche skýrði
frá þvi í dag (þ. 13. ág.), að
Hindenburg forseti myndi
segja af sér, ef Nazistar og
miðflokkurinn léti sér ekki
lynda, að rikisstjórnin væri
áfram við völd.
Það er engum efa undirorp-
ið, að það, sem gerðist í dag,
var Nazistum mjög á móti
skapi. Þeir eiga mikið vanda-
mál ólevst. Þeir liafa krafist
þess, að þeim væri fengin völd-
in í hendur, en þeim kröfum
var ekki sint. Þeir liafa senni-
lega náð því fylg'i meðal þjóð-
arinnar, sem þeir geta mest
fengið. Þótt þcir fengi eigi
minna atkvæðamagn nú en í
næstsíðustu kosningum, þá
liefir fylgi þeirra rénað sum-
staðar. Ilvað taka þeir nú til
bragðs?
Þora þeir að hætta á að heita
valdi? Með öðru móti virðast
þeir eigi geta náð völdunum i
sínar hendur.“
Þ. 14. ágúst er símað frá Ber-
lín: „Á morgun tekur Adolf
Hitler og flokkur hans að lík-
indum ákvörðun um hvað gera
skuli, þar sem komið er i ljós,
að von Hindenburg og von Pa-
pen hafa tjáð sig mótfallna þvi,
að Hitler yrði kanslari. Helstu
leiðtogar Nazista og þingmenn
flokksins koma saman á fund
liér í horg á morgun til skrafs
og ráðagerða. A fundi þessum
verður vafalaust tekin ákvörð-
un um bardagaaðferð Nazista
gegn ríkisstjórninni, en von
Papen og von Hindenburg
liafa þegar tilkynt Hitler, svo
sem kunnugt er, af fyrri skeyt-
uin, að þeir muni láta liart
mæta hörðu, geri Nazistar til-
raun til þess að beita valdi.
Ríkisþingið kemur saman til
funda þ. 30. ágúst. Taki Naz-
istar þá ákvörðun, að berjast
gegn ríkisstjórninni, bera þeir
vafalaust fram tillögu uni van-
traust. Kommúnistar munu að
sjálfsögðu greiða henni at-
kvæði og þingmenn smáflokk-
anna. Er alls eigi ólíklegt, að
um 500 af 607 þingmönnuín
greiði atkvæði með vantrausti.