Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 135
ROKIvUR
213
lokið á kistuna eins vandlega og unt
var, og stráði sandi og moid yfir
hana, og reyndi að ganga þannig
frá öllu, að engin merki sæist þess,
að hann hefði komið þar eða þess
sæist merki, að þarna vær'i féinæti
falið. Þegar hann var koniinn út
fylti hann yfir hellismunnann nieð
grjóti, en várpaði mold í allar gluf-
ur, og setti niður murtur og þyrni-
pl'öntur í moldina. Því næst vökvaði
hann plönturnar og afmáði öil fót-
spor sín í nánd við héllismunnann.
Xæst var þá fyrir hiindum að bíða
félaga sinna.
Beið hann þeirra með mikilli ó-
þreyju. Hann bar enga þrá i brjósti
til þess að vaka sem dreki yfir gulli
sínu. Hann átti nú fyrir höndum að
hverfa á ný til starfa i lífinu og
samfélags við aðra menn, afla sér
álits, tignar og valds svo mikils, að
að eins er á valdi þeirra að afla
sér, er hafa of fjár handa milli.
Á sjötta degi komu smygla'rnir.
Hantés þekti „La Jcune Amélie", er
hún var i nokkurri fjarlægð frá eyj-
unni. Þegar skipið nálgaðist, fór
hann til strandar og haltraði á
göngunni, til þess að félaga hans
grunaði eigi neitt. Tókst honum svo
vel að leika á félaga sina, að þeir
héldu að það væri rétt, er hann
sagði þeim, að hann væri talsvert
betri, en samt hefði hann talsverð-
ar þjáningar enn þá. Spurði hann
þá nú tiðinda af ferð þeirra. lvváð-
ust smyglarnir hafa komið vörunum
á land slysalaust, en er þvi var lok-
ið, hefði þeim borist fregnir um, að
varðslcip væri nýfarið frá Toulon
og stefndi i áttina til þeirra undir
fullum seglum. Urðu þeir því að
sigla sem hr.aðast þeir máttu. Kváð"-
ust þeir hafa barmað sér mjög yfir
fjarveru Dantésar, vegna hinna á-
gætu skipstjórnarhæfileika hans.
Varðskipið hafði stöðugt unnið á,
og loks varð náttmyrkrið eitt þeim
til bjargar, því að þá gátu þeir siglt
fyrir Korsíku-höfða og komist und-
an. Þegar tekið var tillit til alls,
sögðu smyglarnir, varð þó eigi ann-
að sagt, en að alt hefði gengið að
óskum, og allir hefði borið sæmi-
legan ágóða úr býtum. Allir skips-
menn kváðust hafa saknað Dantésar
á ferðinni, en mest þó Jacopo. Höfðu
skipsmenn hagnast um 50 pjastra
hver, og þótti Jacopo mjög leitt, að
Dantés hafði orðið af ágóða þeim,
sem fallið hefði í hans hlut, ef hann
hefði getað verið með þeim.
Edmond gætti þess vandlega að
leika hlutverk sitt áfram. Hann var-
aðist að hrosa, er Jacopo barmaði
sér yfir því, hvers hann hefði farið
á inis, af því að hann hafði haldið
k'ýrru fyrir á eyjunni. En La Jeune
Amélie var að liessu sinni komin til
Monte Christo til þess eins að sækja
hann, og steig hann þvi þegar á
skipsfjöl, en því næst var lagt af
stað til Leghorn.
Þegar þangað kóm, fór hann á
fund Gyðings nokkurs, sem versl-
aði með eðalsteina. Seldi Dantés
honum 4 smæstu steina sína fyrir
5000 lífrur hvern.
Dantés óttaðist í fyrstu, að það
mundi vekja grunsemd, er fátækur
sjómaður byði svo verðmæta steina
til sölu, en Gyðingurinn var hygn-
ari en svo, að hann færi að for-
vitnast um hvernig Dantés hefði
komist yfir steinana, því að vel var
honum ljóst, að hann myndi hagn-
ast um 4000 lífrur á kaupunum.
Daginn eftir afhenti Dantés Ja-
copo að gjöf nýsmíðað skip og auk
þess fjárliæð nokkra, eitt hundrað
pjastra, til þess að hann gæti ráðið