Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 118
196
R O K K U R
því að Kínverjum Iiefir leikið
hugur á að gera Tíbetbúa sér
háða á ný, en Tíbethúar hafa
reynt að lirekja ldnversku her-
deildirnar lengra og lengra inn
i Szechwanfvlki.
Kinverjar hafa orðið af
mildu af þeim viðskiftum, sem
þeir áður höfðu við rJ'íl)etl)úa,
en viðskiftasamböndin milli
Tíbet og Indíands hafa eflst. í
Tíbet, „landi leyndardóm-
anna1*, eins og það stundum er
kallað, því að heimurinn er ;
rauninni harla ófróður enn um
Tíbet. gatir talsvert breskra
áhrifa, en litt áhrifa frá öðr-
um erlendum þjóðum.
Þratt fyrir innanlandsóe>rð-
ir, ófriðinn og erjurnar við
.Tapana, hafa Kinverjar stöðugt
haft augun á Tíbet. Ríkis-
stjórnin í Kína hefir skipað
sérstaka nefnd, sem hefir það
hlidverk með liöndum, að gefa
gætur að því, sem gerist í Tí-
bet, eigi síst deilum Dalai-
Lama og Panchan-Lama. Er
hinn fyrrnefndi raunverulega
stjórnandi landsins og hefir
ekkert samband við kínversku
stjórnina, en Panchan-Lama,
sem telur sig andlegan leiðtoga
Tíbethúa, hefir að sögn stuðn-
ing Ivínverja. Styðja Kínverjar
hann fjárhagslega og á annan
hátt.
Þegar þetta er skrifað, hefir
nefndin, sem að framan er
minst á, til athugunar seinustu
áskoranir Szechwan-búa um
stuðning gegn Tíbetbúum.
Agúst.
G. B. Sliaw.
--o--
Rithöfundurinn og skáldið
George Bernard Shaw varð 76
ára að aldri fyrir skömmu, og
um það levti kom út seinasta
bindi nýrrar heildarútgáfu af
verkum hans. Shaw er ekki
einvörðungu einhver frægasti
rithöfundur heims, sem nú er
uppi, hann er einnig einliver
frjósamasti rithöfundur vorra
tíma. Þessi nýja heildarútgáfa
af verkum Shaw’s er þess verð,
að henni sé veitt sérstök at-
hygli, því að hún innifelur alt
það, sem Shaw sjálfur álitur
þess vert, að það varðveitist.
Mikið af því efni, sem tekið
liefir verið í lieildarútgáfuna,
er ekki annarstaðar aðgengi-
legt almenningi. Hér er um 30
bindi að ræða. Prentun er betri
en á fyrri heildarútgáfu verka
hans. Letur er stórt og skýrt.
Bandið er sterkt, og blaðsíðu-
tal hvers bindis 100—600. —
Verð þeirra er 6—7 s. 6 d. livert