Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 85
R Ö K K U R
163
Molar.
—o—
Frá Ungverjalandi.
Frá Búdapest er símað þ. 29.
júli, að tveir leiðtogar komm-
únista hefði verið teknir af lífi
þá um daginn. Þeir voru ekki
ákærðir fyrir annað en að vera
forsprakkar kommúnista, en
bann hefir verið á félagsskap
kommúnista í Ungverjalandi
frá því á einræðisdögum Bela
Ivun. Menn þessir voru leiddir
fyrir lierrétt kl. 8 að morgni,
dómurinn féll kl. 2 e. li. og
tveimur stundum síðar voru
þeir teknir af lífi. Mennirnir
voru báðir Gyðingar, annar 33
ára, hinn 29. — Aðförum þess-
um hefir verið mótmælt af rót-
tælcum flokkum víðsvegar um
Evrópu, og kunnugt - er, að
Herriot, forsætisráðherra
Frakklands, gerði tilraun til að
bjarga lífi mannanna, en sím-
skeyti hans barst Karolyi greifa
2—3 mínútum eftir að Gyðing-
arnir höfðu verið liengdir. —
Kúist var við óeirðum í Buda-
Pest að kveldi aftökudagsins og
var borgin sett undir hernaðar-
íög.
Rex og Conte Di Savoia,
stórskip þau, sem ítalir eiga i
smíðum, eru nú að kalla full-
smíðuð. Þau verða í förum
milli Genúa og New York. Er
ráðgert, að þan verði að jafn-
aði að eins 6 daga á leiðinni á
milli þessara horga. Rex fer í
fyrstu ferð sína til New York þ.
27. sept. og Conte di Savoia þ.
8. nóvember.
Fegurðardrotning heimsins
var nýlega valin í Spa, 19 ára
gömul tyrknesk stúlka, Terin-
an Halin. 2. verðlaun hlaut
þýsk stúlka, ljósmyndari frá
Berlín, og vildu áhorfendur á
fegurðarsamkepninni óðir og
uppvægir, að hún vrði valin
fegurðardrotning. En 15 af 28
„dómurum“ greiddu atkvæði
með tyrknesku stúlkunni.
Flugslys í Póllandi.
Þann 29. júlí s. 1. biðu 7
pólskir flugmenn bana, en 4
flugvélar eyðilögðust. Flugvél-
ar þessar voru eign hersins og
voru að æfingum er þær fórust,
í nánd við Lvov, Lodz og Poz-
nam. Tvær flugvélanna rákust
á hátt í lofti uppi, en í hinum
tveimur kviknaði á flugi.
11*