Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 13
ROKKUR
91
field var eigandi Miss England
II. — Miss England III. er af
svipaðri gerð og Miss England
II. Rolls Roj'ce vélar verða í
vélbátnum og hafa þær sam-
tals 4000 hestöfl. Yélbáturinn
verður bráðlega fluttur til
Garda vatns í Ítalíu og verður
reyndur þar.
Framleiðsla hernaðartækja.
I fjölda mörgum verksmiðj-
um Frakklands sem annara
landa, hefir orðið að fækka
starfsfólki að miklum mun,
vegna kreppunnar. Sumum
verksmiðjum hefir verið lokað.
Fjöldi verksmiðja í Frakklandi
kvað þó hafa komist lijá að
segja upp starfsfólki, vegna
þess að í þessum verksmiðjum
er nú unnið að framleiðslu alls-
konar hernaðartækja, fvrir
frakknesku ríkissjórnina, ríkis-
stjórnina í Japan og fleiri er-
lendar stjórnir. Unnið er að
smiði flugvéla, brvnvarðra I)if-
reiða og skriðdreka fyrir frakk-
nesku rikisstjórnina, ennfrem-
ur að framleiðslu á gasgrímum
og fallbyssukúlum. Þessi fram-
leiðsla er þó sögð í smáum stíl.
í verksmiðjum þeim, sern um
er að ræða, er vanalega unnið
að bifreiðafrámleiðslu, fram-
leiðslu ýmiskonar efna o. s.
frv. Stjórnir verksmiðjanna
hafa eigi fengist til þess að játa,
að unnið sé að framleiðslu
hernaðartækja í verksmiðjun-
um. Fvrirspurnir hafa verið
gerðar um þetta í þinginu og er
umræður fóru fram skýrðu
þrír kommúnistar frá pöntun-
um á hernaðartækjum frá er-
lendum ríkjum. Þannig héldu
þeir því fram, að í Hotchkiss-
verksmiðjunum væri unnið að
vélbyssusmíði fyrir Japan.
Segja þeir, að Japanar hafi
pantað vélbyssur frá Frakk-
landi fyrir 20 miljónir franka.
Ríkisstjórnin neitaði að svara
fyrirspurninni og opinberar
skrifstofur neita upplýsingum
um þessi efni. — Með fullri
vissu verður því eigi sagt hvað
liæft er í fregnum þeim sem
um þessa framleiðslu hernað-
artækja hafa verið birtar.
Koparvinsluáform Rússa.
—o---
Mestu koparvinslustöðvar í
heimi eru nú í rikinu Montana
i Bandaríkjum, en innan 2ja
ára búast Rússar við að geta
framleitt árlega 75% meira af
kopar á „steppunum“ í Síbiríu,
en Bandaríkjamenn í Anaconda
námunum í Montana. Það er