Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 12
90
R O K K U R
standandi árs voru gefnar út
3,606 nýjar bækur í landinu,
þar af 1,215 skáldsögur, 235
fróðleiksbækur, 154 ljóðabækur
og leikrit, 152 æfisögur og
minningar, 250 um stjórnmál
og þjóðfélagsfræði og 300 um
ýms efni vísindalegs eðlis. —
Þess ber að geta, að ávalt hefir
verið gefið út tiltölulega mest
af skáldsögum, en eins og fram-
annefndar tölur bera með sér
er mikið gcfið út af fróðleiks
og vísindabókum. Eykst og út-
gáfa slíkra bóka. — A síðari ár-
um vekur ein grein breskrar
bókaútgáfustarfsemi sérstaka
eftirtekt. Það eru liinar svo
kölluðu heildarútgáfur (Omni-
bus books), sem margir bóka-
útgefendur í London nú leggja
stund á. Bækur þessar eru oft
1000—2000 bls., prentaðar á
góðan pappír og vel bundnar,
en verðinu mjög í hóf stilt.
Ýmsar heildarútgáfur á verk-
um merlcra höfunda eru fáan-
legar innan við 10 shillings.
Neöanjaröarbrautir í London.
—o—-
Neðanjarðar-járnbrautakerf-
ið í London á hvergi sinn líka
i heiminum. Liggja til þess
margar ástæður. í fyrsta • lagi
er fluttur meiri fjöldi farþega
á neðanjarðarlestum Lundúna-
borgar en nokkurstaðar annar-
staðar í heiminum, innan jafn
þröngra takmarka, eða um eitt
þúsund miljónir farþega á ári.
Ekkert samskonar kerfi i öðr-
um löndum er talið eins vel
skipulagt. — Saga neðanjarðar-
lestanna hefir nýlega verið
skráð og gefin út í bókarformi
(„The Romance of London’s
Underground“, by W. J. Pas-
singham). Er mikinn fróðleik
að finna 1 bók þessari, sem auk
þess er mjög skemtileg aflestr-
ar. — Eftirtektarvert er, að
neðanjarðarlestir Lundúna-
borgar fara með miklu meiri
hraða en neðanjarðarbrautar-
lestir annara borga, en slys á
neðanjarðarbrautunum í Lund-
únum eru að kalla engin.
Miss England III.
—o—
Firmað Messrs. Thornycroft
liefir smíðað nýjan hraðsigl-
inga-vélbát, „Miss England III.“
fyrir Wakefield lávarð. Eins og'
kunnugt er setti breski vélbát-
urinn, Miss England II., met í
vélbátahraðsiglingu (110,28
enskar mílur á klst.), en amer-
íski vélbáturinn Gar Wood er
nú methafinn. (Hraði: 111,71
ensk míla á klst.). — Wake-