Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 39
R Ö K K U R
117
að halda sparlega á. Kom það
þegar í ljós á flokksþingunum.
Kostnaður af flokksþingi demó-
krata varð í ár helmingi minni
en 1928 eða liðlega $40,000. —
Báðir flokkarnir afla fjár í
kosningasjóði sína með frjáls-
um samskotum og að sögn
gengur fjársöfnunin demókröt-
um langtum betur, þótt auð-
menn séu miklu fleiri í flokki
republikana en demókrata.
John D. Rockefeller jr., hefir
til þessa styrkt bannfélögin
mjög þegar kosninga-undirbún-
ingur hefir farið fram. Hann
var til skamms tíma bannmað-
ur, en hefir nú snúist í því máli.
Hann er republikani og telur
stefnuskráratriði flokks síns
viðvíkjandi bannlögunum ó-
fullnægjandi. Hvort hann styrk-
ir flokk sinn fjárhagslega er
enn óvíst. Hins vegar hafa aðr-
ir auðmenn styrkt f járhagslega
félög, sem vinna að afnámi
bannlaganna.
Ivosningabaráttan verður án
efa mjög hörð. Kemur þar
margt til greina. Óánægja
niargra með Hooverstjórnina,
atvinnuleysismálin, bannmálið
og utanríkismálin. Ivosningarn-
ar munu leiða skýrt í ljós af-
stöðu Bandaríkjamanna til
margra þess^”'> Tnpla. Kosning-
arnar munu liafa mikil áhrif á
úrlausn þeirra mála, sem
Bandaríkin og Evrópuþjóðir
verða að leysa sameiginlega til
fullnustu. Kosningarnar munu
ennfremur svara spurningu um
það, hve mikið fylgi jafnaðar-
manna og kommúnista hefir
aukist frá því árið 1928. Hvor-
ugur þessara flokka getur kom-
ist nálægt því marki enn sem
komið er, að fá kosinn forseta
úr sínum flokki, en alment er
talið nokkurn veginn víst, að
fylgi þessara flokka liafi aukist
á undanförnum kreppuáruni,
cn Iive mikið, er mjög óvíst.
Henry Ford
og gúmmíframleiðslan.
Ræktunar- og framleiðslutil-
raunir þær, sem Henry Ford,
bifreiðakóngurinn, lætur fram
fara i Suður-Ameríku, vekja
hina mestu eftirtekt um Vestur-
álfu alla. Það var fyrir fjórum
árum, sem fyrsta tilkynningin
kom frá Henry Ford um þessi
áform. Hann tilkynti, að hann
ætlaði að gera stórfelda tilraun
til þess að rækta jurtir og runna
til gúmmiframleiðslu i Ama-
zon-dalnum. Við ræktunar- og
framleiðslustörfin þar liefir
Ford 2000—3000 menn að störf-
um og til þessa mun hann hafa
varið 7—8 miljónum dollara til
undirbúnings þessum fram-
kvæmdum. Liðlega 1000 ekrur