Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 9
R Ö K K U R
87
verður eigi jafnaður nema
með miklum skattaálögum.
Atta miljónir manna eru at-
vinnulausir í Bandaríkjunum
og neyð þeirra flestra er mik-
il. Almenningsálitið er þvi mót-
fallið frekara fresti, þvi fái
ríkissjóður eigi skuldir sinar
greiddar, bitnar það á ame-
rískum skattgreiðendum. Þetta
er tekið fram til að sýna hve
aðstaðan er erfið í Bandaríkj-
unum, þegar um þessi mál er
að ræða. Almenningur krefst
þess yfirleitt, að Evrópuríkin
standi við skuldbindingar sín-
ar, og kjósendurnir krefjast
þess af þingmönnum og stjórn-
inni, að alt verði gert, sem
kleift er, til þess að stuðla að
því, að frekari frestur verði
ekki veittur. Kosningar eru í
nánd, og hefir það vafalaust
sín áhrif á afstöðu margra
þingmanna. — f Þýskalandi er
þannig ástatt, að þeim flokki,
sem krefst þess, að skaðabóta-
greiðslurnar verði látnar nið-
ur falla með öllu, liefir aukist
afar mikið fylgi (Hitlers-
flokknum).
Þannig er þá ástatt, þegar
fulltrúar veldanna koma sam-
an i Lausanne í sumar, til þess
að finna lausn á þessu mikla
vandamáli. Þegar ráðstefnan
verður haldin verður svo
skamt til þess tíma, er skulda-
greiðslufresturinn er út runn-
inn, að lausn verður þegar
að finna á málinu, a. m. k. til
bráðabirgða. — Stjórnarvöldin
hér vestra gera sér vonir um,
að sameiginlegir erfiðleikar
þjóðanna muni leiða til sam-
vinnu í málinu, en þau játa
hins veg'ar, að það sé miklum
erfiðleikum bundið að ráða
fram úr vandanum, og eru í
miklum vafa um livað gera
skuli.
Framleiðsla eiturgass.
—o—
Charles Degouy aðmíráll hef-
ir birt grein í Parísarblaðinu
Excelsior, um framleiðslu eitur-
gass. Hefir grein þessi vakið
mikla atliygli. Telur aðmiráll-
inn, að Bandaríkin leggi mesta
áherslu á framleiðslu eiturgass
allra stórveldannaj og' búi sig
undir það, að nota eiturgas, ef
til ófriðar komi milli Japana og
Bandaríkjamanna. —: Degouy
segir, að á meðan fulltrúar stór-
veldanna á afvopnunarstefn-
unni lýsi vanþóknun sinni á
framleiðslu og notkun eitur-
gass, framleiði stórveldin meira
af ýmsum tegundum þess en
nokkru sinni fvr. Flotamála-
ráðuneytið ameríska hefir ná-
lega 3000 menn starfandi að