Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 133

Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 133
R Ö K K U R 211 hefði eigi getað orðið bleikari á- sýndum, þótt hann hefði ekki fund- ið neitt. Enn hjó hann með hakan- um, en að þessu sinni i eitthvað, sem ekki var úr málmi. „Það er viðarkista, járnbent,“ hugsaði hann. í þessum svifum bar skugga fyrir hellismunnann. Dantés greip byssu sína og fór út úr hellinum sem hrað- ast hann mátti, en það var aðeins villigeit, sem farið hafði fram hjá hellinum, og var hún að bíta gras í makindum, skamt frá hellinum, er Dantés gægðist út úr ytri munnan- um. Tækifæri var því þarna, til þess að ná sér í góðan miðdegisverð. En Dantés óttaðist, að skotið myndi ef til vill drag'a að sér athygli fiski- manna, er kynnu að hafa nálgast eyjuna. Hann hugsaði sig um stundarkorn. Því næst skar hann grein af harp- eisviði, og gekk þangað, er félagar hans höfðu matreitt kiðlinginn. Voru þar enn glóðir, og kveikti hann þar í öðrum enda greinar- innar. Gekk hann nú inn í hellinn með blys þetta. Sá hann nú, er inn í innri hellinn kom, að eikarkista járnbent var þar i jörð grafin. Hann stakk nú blysinu i hellisgólfið og hélt áfram starfi sínu. Honum varð nú Ijóst, að eikarkista þessi hin stál- benta, mundi einhver verðmæti geyma. Og nú sá hann, að silfur- skjöldur, sem enn gljáði, var fest- Ur á kistulokið. Á skjöld þenna var grafið skjaldarmerki Spadaættarinn- ar, sem sé sverð á aflöngum skildi, og þar yfir kardínálahattur, eins og á öllum ítölskum skjaldarmerkjum fornra tíma. Dantés var í engum vafa, þvi að oft hafði Faria dregið Upp fyrir hann skjaldarmerki Spada-ættarinnar. Hann gat því ekki verið í neinum vafa Iengur. Fjársjóðurinn var grafinn þarna. Óhugsandi var, að nokkur maður hefði lagt á sig mikið erfiði, til þess að fela þarna stóra og rambyggilega eikarkistu, sem engin verðmæti geymdi. Á fáum andartökum hafði hann sópað burtu öllu, sem enn var á lokinu, mold og steinum, og hann sá nú glögt læsinguna, milli tveggja hengilása, og handföng á báðum endum, og voru málmhlutir þessir allir með ágreyptum myndum, eins og tíðkaðist á fyrri tímum, er hinir algengust málmhlutir báru með sér merki handbragða listfengra manna. Dantés gerði nú árangurslausa til- raun til þess að opna kistuna, en vo voru lásarnir ramlegir, að hann fékk engu áorkað. Tók hann nú hak- ann og stakk oddinum undir lok- röndina við hjarirnar, og beitti nú öllu afli sínu. Hjarirnar voru veik- ar fyrir og brotnuðu við átök hans. Og að andartaki liðnu hafði hann svift lokinu af að mestu. Dantés sundlaði. Hann dró upp bóginn á byssu sinni og lagði hana á hellisgólfið nálægt sér. Hann lok- aði augunum sem snöggvast, en er hann opnaði þau á ný og leit í kistuna, stóð hann agndofa af undr- un. Kistan var þríhólfuð. í einu hólfinu voru gulldalir í hrúgum, í öðru ófágaðar gullstengur, en i því þriðja voru eðalsteinar; demantar, perlur og smaragðar. Hann tók handfylli sína, og þeir hrundu úr hendi hans niður í kistuna, eins og þegar stór haglkorn skella á glugga- rúðum í stormi. Þegar Dantés hafði virt fyrir sér gripi þessa og féð, og snert á þessu öllu, æddi hann út úr hellinum, eins og vitskertur maður. Hann hljóp upp á klett nokkurn há- an, þar sem hann gat horft í allar áttir, og langt á haf út. Hann var 14*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.