Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 133
R Ö K K U R
211
hefði eigi getað orðið bleikari á-
sýndum, þótt hann hefði ekki fund-
ið neitt. Enn hjó hann með hakan-
um, en að þessu sinni i eitthvað,
sem ekki var úr málmi. „Það er
viðarkista, járnbent,“ hugsaði hann.
í þessum svifum bar skugga fyrir
hellismunnann. Dantés greip byssu
sína og fór út úr hellinum sem hrað-
ast hann mátti, en það var aðeins
villigeit, sem farið hafði fram hjá
hellinum, og var hún að bíta gras
í makindum, skamt frá hellinum, er
Dantés gægðist út úr ytri munnan-
um. Tækifæri var því þarna, til þess
að ná sér í góðan miðdegisverð. En
Dantés óttaðist, að skotið myndi ef
til vill drag'a að sér athygli fiski-
manna, er kynnu að hafa nálgast
eyjuna.
Hann hugsaði sig um stundarkorn.
Því næst skar hann grein af harp-
eisviði, og gekk þangað, er félagar
hans höfðu matreitt kiðlinginn.
Voru þar enn glóðir, og kveikti
hann þar í öðrum enda greinar-
innar. Gekk hann nú inn í hellinn
með blys þetta. Sá hann nú, er inn
í innri hellinn kom, að eikarkista
járnbent var þar i jörð grafin. Hann
stakk nú blysinu i hellisgólfið og
hélt áfram starfi sínu. Honum varð
nú Ijóst, að eikarkista þessi hin stál-
benta, mundi einhver verðmæti
geyma. Og nú sá hann, að silfur-
skjöldur, sem enn gljáði, var fest-
Ur á kistulokið. Á skjöld þenna var
grafið skjaldarmerki Spadaættarinn-
ar, sem sé sverð á aflöngum skildi,
og þar yfir kardínálahattur, eins og
á öllum ítölskum skjaldarmerkjum
fornra tíma. Dantés var í engum
vafa, þvi að oft hafði Faria dregið
Upp fyrir hann skjaldarmerki
Spada-ættarinnar. Hann gat því
ekki verið í neinum vafa Iengur.
Fjársjóðurinn var grafinn þarna.
Óhugsandi var, að nokkur maður
hefði lagt á sig mikið erfiði, til þess
að fela þarna stóra og rambyggilega
eikarkistu, sem engin verðmæti
geymdi. Á fáum andartökum hafði
hann sópað burtu öllu, sem enn var
á lokinu, mold og steinum, og hann
sá nú glögt læsinguna, milli tveggja
hengilása, og handföng á báðum
endum, og voru málmhlutir þessir
allir með ágreyptum myndum, eins
og tíðkaðist á fyrri tímum, er hinir
algengust málmhlutir báru með sér
merki handbragða listfengra manna.
Dantés gerði nú árangurslausa til-
raun til þess að opna kistuna, en
vo voru lásarnir ramlegir, að hann
fékk engu áorkað. Tók hann nú hak-
ann og stakk oddinum undir lok-
röndina við hjarirnar, og beitti nú
öllu afli sínu. Hjarirnar voru veik-
ar fyrir og brotnuðu við átök hans.
Og að andartaki liðnu hafði hann
svift lokinu af að mestu.
Dantés sundlaði. Hann dró upp
bóginn á byssu sinni og lagði hana
á hellisgólfið nálægt sér. Hann lok-
aði augunum sem snöggvast, en er
hann opnaði þau á ný og leit í
kistuna, stóð hann agndofa af undr-
un. Kistan var þríhólfuð. í einu
hólfinu voru gulldalir í hrúgum, í
öðru ófágaðar gullstengur, en i því
þriðja voru eðalsteinar; demantar,
perlur og smaragðar. Hann tók
handfylli sína, og þeir hrundu úr
hendi hans niður í kistuna, eins og
þegar stór haglkorn skella á glugga-
rúðum í stormi. Þegar Dantés hafði
virt fyrir sér gripi þessa og féð, og
snert á þessu öllu, æddi hann út úr
hellinum, eins og vitskertur maður.
Hann hljóp upp á klett nokkurn há-
an, þar sem hann gat horft í allar
áttir, og langt á haf út. Hann var
14*