Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 38
110
R Ö K K U R
liafa sinn eigin háskóla, og
liann átti mikinn þátt í því, að
almennur áhugi vaknaði fyrir
háskólastofnun í Lundúnaborg.
Hann átti því hvað mestan þátt
i stofnun Lundúnaháskóla
(London University). Og þessi
stofnun dafnaði vel og er nú
talin einhver merkasta menta-
stofnun í lieimi og er ein af
stærstu mentastofnunum lieims.
Til þessa hefir háskólinn
starfað í mörgum deildum, og
liefir oft verið talsverð vega-
lengd milli þeirra liúsa, sem
deildirnar liafa haft aðsetur sitt
í. Hefir mönnum lengi verið
Ijóst, að mikil þörf væri á að
koma því til leiðar, að öllum
byggingum liáskólans væri
komið fyrir á tiltölulega litlu
svæði, til þess að koma á nán-
ara sambandi og samvinnu
milli allra greina háskólans og'
milli háskólanemandanna, en
þeir eru nú 11.452 talsins, en
voru að eins 4.950 árið 1913;
Þessu varð þó eigi komið í
framkvæmd af tveimur orsök-
um. Háskólinn átti ekki kost á
lientugum stað. Hin orsökin var
fjárskortur. Nú Iiafa menn
unnið bug á báðum þessum
erfiðleikum. Háskólinn á nú
kost á hentugum stað til þess að
reisa nýjar háskólabyggingar, í
Bloomshury, tiltölulega skamt
frá miðhluta Lundúnahorgar.
Og nægilegt fé er nú fvrir
liendi. Aðalbvggingin verður
mikið hús og fagurt, en aðrar
byggingar verða reistar liring-
irin i kring um aðalbygginguna.
Áætlað er, að kostnaðurinn við
að reisa nýju háskólabygging-
arnar verði alls um þrjár mil-
jónir sterlingspunda. Og tak-
markið verður altaf það sama
og verið hefir: Að greiða fvrir
mönnum af öllum stéttum,
körlum og konum, sem sækjast
eftir æðri mentun.
Forsetakosningar í Banda-
ríkjum Norður-Ameríku.
Alkunnugt er, að stórfé er að
jafnaði evtt af tveimur aðal
stjórnmálaflokkunum i Banda-
ríkjunum, þegar forsetakosn-
ingar fara fram. Þannig var
fjáreyðsla flokkanna árið 1928,
í forsetakosningunum, sem þá
fóru fram, yfir hálf seytjánda
miljón dollara eða um 45 eents
á hvern kjósanda í landinu, sem
neytti kosningarréttar síns. En
1928 var gott viðskiftaár. Fé var
nóg fyrir hendi, en nú er kreppa
og fé liggur hvergi laust fyrir.
Það kostaði republikana
$ 9,433,604,00 að koma Hoover
forseta að, en kosningaútgjöld
demokrata, sem höfðu Alfred
Smith í kjöri, urðu $ 7,152,111,-
00. — Nú verða aðalflokkarnir