Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 126

Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 126
204 R 0 K K U R væri ekki hundrað sinnum betra að leita dauðans heldur en að lifa einskis verðu iífi?“ Þannig var þá komið, að Dantés, sem fyrir þremur mánuðum þráði frelsið eitt og ekkert annað, þráði nú auðæfi — mikil auðæfi, til þess að fá takmarkalaust vald, til þess að geta komið mörgum áformum í framkvæmd. Hann kom nú auga á götuslóða milli klettaveggja, og varð af engu séð, að mannleg vera hefði stigið þar fæti sínum i langa tíð. Dantés fór stíg þennan, því að hann álykt- aði af lýsingum Faria á landslag- inu, að einhversstaðar þarna í nánd myndi hellismunninn vera. Akvað hann nú að halda meðfram strönd- inni, gefa nánar gætur að öllu, er bent gæti til hvar hellismunninn væri, og fór nú að leita að merkjum á klettunum. Og hann þóttist bráð- lega verða þess var, að hingað og þangað á klettunum væri rispur, gerðar af mannahöndum. Tíminn leggur skikkju sína yfir alt, mosi og annar gróður hylur steinana, eins og nýir og nýir atburðir hylja fyrir augum vors innra manns marga at- burði liðna tímans. En á stundum er það svo, að menn geta svift burt þessari skikkju tímans, og séð hvert spor og •hvert mark liðna tímans skýrt og greinilega, og eins var það nú, að þegar Dantés reif frá mos- ann og beygði til hliðar lágrunna- gróðurinn milli klettanna, þá sá hann æ fleiri merki mannlegra handa, merki, sem báru það með sér, að þau hiifðu ekki verið sett út i bláinn. Þessi merki vöktu von hans á ný. Gat það ekki hugsast, að kardínálinn hefði rispað þessi merki á kletta og steina, til þess að leiðbeina frænda sínum í leitinni að fjársjóðunum? Það var óhugsandi, að hægt væri að finna öritggari staði en á þessum slóðum, til þess að fela fjársjóðu. En — gat ekki hugsast, að einhver hefði veitt þess- um merkjum eftirtekt fyrr — og fundið gersemarnar? En alt i einu veitti hann þvi eft- irtekt, að engin merki voru sjáan- leg lengur. En enginn hellismunni var sjáanlegur. Að eins stór klettur, kringlóttur í laginu, sem virtist standa á traustum grundveRi, blasti við augum þar sem merkin hættu. Dantés ályktaði sem svo, að ef til vill væri það einmitt þarna, sem hann ætti að hefja leitina. Hann sneri nú við félaga sinna vegna, og gaf öllum merkjum nánar gætur á leiðinni. Á meðan hann hafði verið að leita að hellismunnanum höfðu félagar hans sótt vatn og kveikt eld, og' undirbúið máltíðina. Einmitt í þeim svifum, er þeir tóku steikina af teininum, komu þeir auga á Dantés, þar sem hann hljóp af einum klett- inum á annan. Skutu þeir nú af byssu til þess að gefa honum merki það, sem um var talað. Dantés hvarf þegar á leið til þeirra og fór hratt mjög. Horfðu þeir allir í áttina til hans og undruðust mjög dirfsku hans og fimi, en alt í einu, er hann stóð á einni klettsbrúninni, sáu þeir að hann riðaði allur, og hrapaði þvi næst skyndilega niður. Þeir þutu allir af stað til hans, því að öllum var þeim vel til hans, þrátt fyrir yfirburði hans, og var .Jacopo fyrst- ur á stað þann, þar sem hann lá blóðugur og meðvitundarlaus. Ed- mond hafði hrapað tólf eða fimtán fet niður. Þeir heltu í hann rommi og fékk hann brátt meðvitund. Þeg- ar hann opnaði augun, kvartaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Rökkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.